Í krafti sannfæringarinnar

 

"Sakir ekki nægar til að sakfella"  Áhrifarík orð og meginstef í bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrrverandi dómara. Baráttusaga, samofin farsælum maka sem les nær allt yfir sem lögmaðurinn sendir frá sér. Hún gerir sögu eiginmannsins áhugaverðari og mál hans trúverðugara. Baráttan stendur um betri heima, að gera betur en fyrri Birtíngar. Finna hið jákvæða ljós um leið og þeir lenda í hremmingum.

Forseti Hæstaréttar gefur honum góð meðmæli: Framúrskarandi lögmaður og dómari. Varla er hægt að komast lengra í ágætum eða hvað? Lofsyrði mæld af manni sem þekkir völundarhús réttarfarsins eins og fingur sína? Það nægir Jóni Steinari ekki og hann krefur yfirdómarann um skýrari svör er varða aðkomu hans að æðsta dómsstóli. Mikill framför frá því sem áður var er dómarar bjuggu í lokuðum heimi, réðu framvindu rannsóknar, dómsniðurstöðum og ívilnunum um dómarasæti. Spunnu sinn eigin vef og stýrðu, nálægt honum komu aðeins blessaðir og vígðir.

Allra bestu heimum fylgja jafnan góð lífsspeki. Þar gera menn rétt og venjulega enn betur. Umhverfi lögmanna er mannleg skák og barátta. Von að dómarar vilji ekki vera ávallt í sviðsljósinu. Þeir þurfa tíma til að andæfa á milli dóma og kynna sér ný mál. "Gamalreyndir refir í lögmannsstétt" þurfa líka sinn tíma á netöld.

Jón Steinar segir dómara vilja helst vera andlitslausa og því til staðfestingar er ein af ágætum teikningum sem fylgja bókinni. Teikningarnar á spássíum gera bókina skemmtilegri og auðlesnari. Yfirburðalögmenn hafa eflaust farið vandlega yfir allan texta. Rit hans um lögfræði eru sjálfsagt aðgengileg en fyrir venjulegan lesanda er áhugaverðara að fá fleiri bækur í minna broti.

Jón Steinar ýtir svo sannarlega við landsmönnum með skrifum sínum nú þegar nóttin er löng. Fleiri reynsluboltar úr lögfræðistétt mættu líka koma með sína ásýnd og mynd. Margir dugmiklir lögmenn fara alltof snemma á golfbrautina í dauðaþögn um reynslu sína og viðhorf.


mbl.is Bæri að höfða mál gegn Markúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Að gera rétt, það lýsir Jóni Steinari. Því miður allt of algengt að í stað þess að gera rétt þegar stórt er spurt geri menn bara stórt.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.1.2015 kl. 20:14

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ertu viss um að það lýsi JSG rétt Þorsteinn? Ég er ekki svo viss en vil samt að hann njóti vafans.

Guðmundur Pétursson, 4.1.2015 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband