Silkisokkurinn á Bakka

Áróður vinstrimanna um að fyrirtæki greiði ekki nægilega skatta er aumkunarverður. Hvað skyldi silkisokkurinn hans Steingríms á Bakka skila miklum arði og sköttum? Ríkið byrjar með milljarða meðgjöf og ívilnunum við að undirbúa jarðveginn. Engin vissa er fyrir því að starfsemi kísilverksmiðjunnar geti hafist því fjármögnun er ekki í hendi. Samt sem áður er ríkið byrjað að undirbúa lóð verksmiðjunnar. Fyrstu árin verður ekki greiddur skattur af starfseminni og væntanlega engin vörugjöld eða skattur af aðföngum. 

Sjávarútvegsfyrirtækin greiða einn fjórða af skatttekjum ríkisins. Sambærilegar tölur frá ferðaþjónustunni eru nauðsynlegar til samanburðar. Ferðaþjónustan er stærsta atvinnugreinin og tekjur frá henni skila mun meiru en fyrrverandi fjármálaráðherra vildi vera láta.

Ferðaþjónustan er sú grein sem er með flesta starfsmenn og greiðir mestu tryggingargjöldin. Virðisaukaskattur og fasteignaskattar eru greiddir af húsnæði. Ótal hliðargreinar njóta þess að aðföng eru keypt af þeim. Ríkið fær greidd öll vörugjöld og tolla greidda af aðföngum. Ferðamenn hjálpa okkur að greiða niður vegakerfið og halda landbúnaðinum gangandi. Ólíkt því sem ívilnunarfyrirtækin gera.

 

 


mbl.is Minni framlegð og meiri skattar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband