24.9.2014 | 06:55
Réttarfar ákæruvaldsins
"Hvað hefurðu á hann?" Frá miðri tuttugustu öld hefur ákæruvaldið beitt ýmsum brögðum hafi það þjónað málstað þess. Í Guðmundar og Geirfinnsmálinu var valtað yfir sakborninga og settar fram margvíslegar ásakanir á þá sem áttu að sýna glæpahneigð þeirra. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að nær allt var tilbúningur.
Eftir Hrun magnaðist þessi tilhneiging ákæruvaldsins með þeim rökum að finna yrði innlenda sökudólga. Það er ekki fyrr en sex árum síðar að ákærðum hefur tekist að snúa vörninni við og ná að benda á ýmsa veikleika ákæruvalds. Jón Ásgeir er sá sem hefur varist lengst án þess að vera dæmdur til fangelsisvistar. Jón Hreggviðsson frá Rein var ekki sá fyrsti sem tekinn var skelþunnur og ákærður fyrir glæp gegn valdinu.
Málatilbúningur án haldbæra raka er ekki viðloðandi aðeins réttarfarið á Íslandi. Í kommúnistaríkjum voru réttarfarsglæpir algengir. Nú berast fréttir frá Norður Kóreu og Kína um að sendiherrar á Íslandi séu grunaðir um glæpi og hafa verið fangelsaðir. Hér voru þessir menn ljúfir og mætir, enginn grunaði þá um aðför að valdsmönnum.
Von á erindi sökum símhleranna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.