"Ákafi atburðanna"?

Ótrúlegt er að berggangur með kviku sé orðinn 40 km langur. Nái allt til "tappans" í Öskju? Leitað er stöðugt til ákveðins hóp sérfræðinga sem allir hafa mismunandi skýringar um "framgang eldgossins". Þeir vitna í sífellu til Veðurstofunnar sem vön er að gera  spár. Mælitæki margfalt öflugri og fleiri en á árum áður. Samt sem áður tekst mönnum ekki að spá í leikfléttur kvikujötuns hið neðra. Leikmönnum hefur verið kennt að gagnrýna ekki vísindamenn, en með miklu upplýsingaflæði í blöðum og á netinu getur það breyst. 

 

 

 


mbl.is Tappi undir kvikuþrónni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Sú merka persóna Bangsímon sagði: Ég er bara bangsi með mjög lítið vit. Stundum ættu háskólamenn að taka hann til fyrirmyndar og viðurkenna vanmátt sinn.

ÞJÓÐARSÁLIN, 27.8.2014 kl. 19:45

2 Smámynd: Ásta María H Jensen

Hver var þessi Bangsi?

Ásta María H Jensen, 27.8.2014 kl. 20:06

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér hefur þótt þetta liggja nokkuð ljóst fyrir eftir að berggangurinn byrjaði að myndast. Berggangurinn liggur nákvæmlega eftir þeirri línu á jarðvísindakorti af Íslandi sem sýnir hvar Noruður-Atlantshafs hryggurinn og gliðnunarbelti hans sker landið í sundur.Það sem er einfaldlega að gerast er að flekarnir eru að hrökkva í sundur og þá teygist á jörðinni, sem rifnar upp eins og rennilás, að meðaltali 4 km á dag. Á sama tíma hefur virknin færst nær yfirborðinu.

Það sem er hinsvegar engin leið að segja til um er hvar á þessari 40 km löngu (verðandi að því er virðist) gossprungu sem þarna er að myndast, muni koma upp gos. Það gæti þess vegna orðið á mörgum stöðum á sprungunni, það gæti líka orðið í Öskju sem núna liggur beint ofan á sprungunni, það gæti líka komið spýja úr Bárðarbungu sjálfri. Til dæmis ef kvikan fær útrás t.d. þar sem er Dyngjujökull, þá sekkur tapinn í öskju bungunnar þegar þrýstingur léttist undir honum og þar sem hann er keilulaga þá myndast bil á milli hans og öskjuveggjanna þar sem kvika gæti komið upp.

Jarðvísindamennirnir geta hinsvegar, ekki frekar en við hin, vitað nákvæmlega hvar og nákvæmlega hvenær.

Ég er mjög hræddur um að þarna geti orðið atburðir á borð við Skaftárelda, en maður vonar auðvitað það besta.

Það er allavega eitthvað byrjað að opnast: http://www.ruv.is/frett/6-kilometra-sprungur-nalaegt-bardarbungu

Guðmundur Ásgeirsson, 27.8.2014 kl. 21:58

4 Smámynd: Ásta María H Jensen

Tappi Tíkarrass heitir Tappin og er nú Bara Björk Guðmundsdóttir

http://www.valkyrjan.com/index-22.htm

Ásta María H Jensen, 28.8.2014 kl. 14:43

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sannarlega hefur þú Guðmundur orðið sannspár. Eldgos er hafið í Holuhrauni sem ber nafn sitt nú með rentu. Ómar Ragnarsson hefur mikið fjallað um Holuhraunið og lýst því í aðdraganda gossins. Kemur heim og saman við þá vitneskju sem þegar hefur komið fram um kvikuna sem hefur færst til norður. Ómar segir að gígaröðin í Holuhrauni sé eitt af fágæti stórkostlegrar íslenskra náttúru.

Sigurður Antonsson, 29.8.2014 kl. 02:40

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Guðmundur: "að meðaltali 4 km á dag"

Ertu alveg viss?

Hörður Þórðarson, 29.8.2014 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband