"Almannavarnaútvarp"

Athyglisvert er þegar Veðurstofan og þjónustu drifin blöð taka höndum saman um að vara við veðurofsa. Djúpum lægðum með meiri háttar rigningu og roki. Fréttamenn sjónvarpsins eru jákvæðir, en láta veðurstofuna um fyrirhöfnina. Til að hafa vaðið fyrir neðan sig spáir hún aðeins dýpra en tækin nema.

Stjórn Ríkisútvarpsins hætti fyrir nokkrum árum að útvarpa fréttum til ferðamanna á ensku yfir sumarmánuðina. Sú ákvörðun dró verulega úr trúverðugleika. Útsendingarnet Ríkisútvarpsins var byggt fyrir almannafé og getur tryggt hlustun á öllu landinu. Almannatengslaútvarpið kýs hins vegar að láta sem minnst á sér bera. Þrátt fyrir að Íslendingar stefni í að taka á móti allt að milljón ferðamönnum sér útvarpið ekki ástæðu til að þjóna þeim með fréttum. Góð upplýsingamiðlun gæti einnig dregið verulega úr hæpnum óvissuferðum og björgunarstarfi.

Nýjasta útrás Ríkisútvarpsins mun verða í netmiðlun. Sú framrás mun kosta tugi milljóna og draga auglýsingartekjur frá sjálfstæðum fjölmiðlum. Væri ekki nær fyrir Ríkisútvarpið að þjóna megin hlutverki sínu frekar en að storka veikburða samkeppnismiðlum. 

 

 

 

 


mbl.is Hvetja fólk til að breyta plönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband