17.6.2014 | 13:36
Klár stelpa í framsókn
Eina von Framsóknar í borgarmálum er að tefla fram oddvita sem getur haldið uppi virkri stjórnarandstöðu. Stjórnmálamaður sem brýtur upp samfóstur og miðjumoð borgafulltrúa. Sveinbjörg er skýr þegar hún segir að aðrir flokkar hafi málað hana út í horn. Býr sér sérstöðu utangarðs við stærri nefndir og bitlinga. Þar var tími kominn fyrir framsóknarfulltrúa að taka sér frí.
Fjölmiðlamenn í leit að vinsældum hjá hinum óvirku kjósendum munu halda áfram að veitast að Sveinbjörgu vegna moskulóðarinnar. Jótlandspósta skopmyndir eru yfirfærðar á nýjar persónur. Sjálfstæðismönnum fannst ekkert að því að gefa fámennum trúarhóp græna lóð við umferðaræð inn í Miðborgina. Þegar svo eldklár frambjóðandi sem ekki átti að komast á blað bendir á mótsagnirnar fer allt upp í loft.
Meirihlutinn verður að sýna að hann geti létt byrðum af almenningi sem uppkaup Framsóknar í Orkuveitunni ollu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í margra ára stjórnarandstöðu ekki sýnt mikill tilþrif í borginni. Látið vinstri menn skora viðstöðulaust. Án þess að gult eða rautt spjald sæjust á lofti.
Eiga fulltrúa í flestum ráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Sammála þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2014 kl. 14:13
Hún Sveinbjörg kemur inn eins og stormsveipur og á eftir að vekja upp umræður. Borgarmálin skipta alla íbúa miklu. Stjórnmál snúast um fólk sem myndar sér skoðanir og rökræðir .
Sigurður Antonsson, 17.6.2014 kl. 19:05
Mér virðist þessi kona afskaplega rökrétt og kemst vel frá sínu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2014 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.