Einstrengingslegur

Jóhannes Gijsen biskup skapaði andstöðu gegn sér á Íslandi með stirðleika. Fylgdi fyrirmælum yfirboðara sinna af strangleika og einþykkni. Af formfestu og nákvæmni rækti hann sín störf. Oft án þess að kanna nægilega vel bakgrunninn og ríkjandi hefðir. Slíkir reglumenn fá á sig fljótt gagnrýni og ásakanir.

Að hann skyldi sendur til Íslands eftir að hafa skapað sér óvild safnaðarmeðlima í Hollandi var torskilið embættisbréf. 

Í Hafnarfirði vildi hann selja Jófríðarstaði í kaupæði hrunsins. Jörð í miðjum Hafnarfirði sem fátækir sjómenn höfðu gefið kaþólsku kirkjunni í byrjun tuttugustu aldar. Skilja átti aðeins eftir ræmu við núverandi kirkju sem Knútur Jeppersen arkitekt hafði fagurlega hannað. Kirkjan var byggð fyrir erlent gjafafé og fyrir fórnfýsi safnaðarfólks. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tók ekki vel í erindið um sölu á því landi sem var eftir af jörðinni. Innan safnaðarins skapaðist viðspyrna og fáleikar við erindi biskups.

Slík mál komast ekki alltaf í hámæli, en þau skapa ólgu og óvissu um hlutverk safnaðar. Kirkjan er samstarf margra ólíkra. Vandamálin geta hlaðist upp hvort eð er í Skálholti eða Róm. Þegar þau beinast að ákveðinni persónu í stað þess að vera úrlausnarefni margra er ákveðin vá fyrir dyrum. Tíðarandinn og tízka síðari tíma geta breytt staðreyndum. þá geta spjótin beinst  að þeim sem ekki geta lengur varið sig. Hvers vegna ekki var sótt að þeim í lifanda lífi þegar einhver fann sér misboðið er ekki auðvelt að útskýra. Eðli kirkju er ekki að verjast, þjáningin er ein hlið trúarinnar og fyrirgefningin boðuð til þeirra sem hafa valdið sársauka.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Viðurkenna brot Gijsens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband