5.2.2014 | 21:08
Pútínleikarnnir og leiðtogar
Íþróttafréttamenn hjá ríkissjónvarpinu iða í skinninu eftir að lýsa vetraleikunum í Sotsjí. Þar er spennan og leikar fólksins sem eru í fyrirrúmi. Í kvöld á einnig að sýna þátt frá BBC um undirheima Sotjsíborgar, rannsóknarblaðamennsku að hætti Breta. Aðrir fjölmiðlar bíða líka í eftirvæntingu um að segja sitthvað frá Pútínlandi.
Bláeygðir sjálfstæðismenn réttlæta för ráðherra síns til Sotsjí með einlægri von í hjarta um að hann muni taka gestgjafana tali um mannréttindi. Á meðan brennur menntamusterið í deilum um kjör og kennsluhætti. Forsetinn okkar víðförli lofar einnig að tala við áhrifamenn og fyrirmenni í Sotsjí. Fréttir frá BBC herma að engir leiðtogar frá Vesturlöndum muni hreiðra samkomuna.
Flest lönd láta íþróttahreyfingar síns lands sjá um að mæta í keppnisíþróttum. Leikunum er ætlað að höfða til þjóðernistilfinninga en samhliða að efla íþróttaanda. Íslendingar eins og Rússar binda miklar vonir við árangur sem sýni svart á hvítu að hér séu alvöru þjóðflokkar á ferð.
![]() |
Leikar í skugga mannréttindabrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.