27.10.2013 | 08:00
Eyland án ótta
Meiri samvinna við Kína er tækifæri sem ætti að nýta. Breytt heimsmynd kallar á nýjar lausnir. Bandaríkin og Evrópa hafa verið að dragast inn í sína eigin skel. Klúbbur ríkra þjóða sem halda öðrum utangarðs. Framþróunin er örust í Asíu, Suður-Ameríku og Afríku. Við sjáum hvernig Kína nýtir orkuna á farsælan hátt með aðstoð íslenskra tækni.
Kínverjar eiga eftir að endurbæta hana og ná enn meiri tækniþróun. Samvinna með Kínverja hjálpar okkur að vera framarlega í háhitaorku. Heimóttarleg tortryggni á ekki að ráða ríkjum hjá þjóð sem hefur sína eigin löggjöf og getur sett skynsamlegar reglur. Grænlendingar hafa breytt um stefnu og fagna nú áhuga erlendra við að nýta sínar auðlindir. Íslendingar hafa enn ekki séð ástæðu til að leyfa kínverskum kokkum að auðga okkar matarmenningu. Aðeins eitt veitingahús býður upp á þokkalegan kínverskan mat. Kínverskt tehús er ekki til hér.
Eitt stærsta vandamál Kínverja er mengun. Samskiptin við Ísland snúast að mestu um að draga úr henni. Finna leiðir sem stytta flutningsleiðir um norðurslóðir og nýta nýja tækni háhita. Við bætist svo aukin viðskipti og ferðamennska.
Ein heitasta ósk alþýðumanns í Kína er að getað séð umheiminn og að miðla þekkingu. Létta af viðskiptahömlunum og láta drauminn um að ferðast verða að veruleika. Takmarki sem við náðum fyrir öld. Kínverjar eru einnig að bæta sig í mannréttindamálum, eins og við, allt tekur sinn tíma. Fríverslunarsamningur var gerður við Kínverja. Farsælt verkefni síðust stjórnar sem býður staðfestingar Alþingis.
Ekki bara kurteisistal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Sæll Sigurður.
Ég er þér hjartanlega sammála í viðhorfi þínu til jákvæðra samskipta okkar við Kínverja. Sérstaklega hittir þú naglann skemmtilega á kollinn, þegar þú lýsir viðmóti og að því virðist einlægu áliti margra ágætra Íslendinga á þessum þreifingum öllum, sem "heimóttarlegri tortryggni"
Jónatan Karlsson, 27.10.2013 kl. 09:07
P.S.
Endilega opinberaðu fyrir mér hvaða veitingahús býður upp á "þokkalegan" kínverskan mat, því eins og mig rennir grun í að við vitum báðir, þá hafa djúpsteiktu rækjurnar og súrsæta sósan, sem einkenna kínverska veitingastaði hér á vesturlöndum einna helst, mest lítið með kínverska matargerðarlist að gera.
Jónatan Karlsson, 27.10.2013 kl. 12:23
Sæll Jónatan
Íslendingar þurfa því miður að fara til London eða Spánar til að njóta lystisemda kínverskra matargerðalista. Spánverjar leyfðu kínverskum fjölskyldum að auðga sína flóru. Mjög erfitt er að fá leyfi fyrir kínverskum kokkum til að vinna hér.
Eins og þú bendir á er ekki listin að djúpsteikja, rækjur og grænmetið. Allt umhverfið er upphafið með hreinleika, virðingu og natni þess sem vill veita gestum sínum það besta. Þeir geta gert góðgæti úr krabba, makríl og ótal sláturafurðum sem ekki eru hér notaðar. Hluti góðrar málíðar getur verið sniglar, vorlaukur og hrísgrjón. Te hefur ótal blæbrigði og styrkleika. Pekingönd er með mörgu útfærslum. Mér finnst ég alltaf vera að læra eitthvað nýtt á góðum kínverskum veitingastað.
Það er aðallega eitt veitingahús sem kínverskir ferðamenn heimsækja hér á höfuðborgarsvæðinu. Hef ekki komið þangað nýlega en það er í Hafnarfirði. Þegar tugþúsundir Kínverjar koma frá gjörólíku matarsvæði er nauðsynlegt að geta boðið upp á eitthvað sem fer vel í maga þeirra.
Viðskipti við Kínverja þurfa góðan tíma og nýjar áherslur. Þeir eru oft að leita eftir nýjum vörum. Ekki vafa mála að hægt er að auka gagnkvæm viðskipti meðan þeir hafa áhuga. Best lætur þegar báðir aðilar eru í vöruþróun.
Sigurður Antonsson, 27.10.2013 kl. 13:31
Eitt enn Jónatan sem gaman er að nefna. Besti kínverski veitingastaður sem ég hef heimsótt var á fjórðu hæð í Hong Kong við höfnina. Hávaðinn og skvaldrið frá honum vöktu athygli. Hvert sæti skipað. Þarna komu saman fjölskyldur og viðskiptamenn. Nutu lífsins við góða matseld og þjónustu.
Sigurður Antonsson, 27.10.2013 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.