Að uppgötva og njóta

Marcy Meffert hefur náð að  grípa íslenska galdurinn og ævintýrið. Oft tekur það mannsaldur fyrir Íslending  að sjá alla fegurðina. Næstu daga má sjá haustliti, snjó og stjörnur, jafnvel norðurljós. Í sumar gaf ekki að líta eins margar andstæður og gefast á haustin.  

Leyndardómar fjallamanna eru ekki fjöldanum aðgengilegir. Talsvert þarf að hafa fyrir því að sjá og skoða fossa Efri- Þjórsá frá hinum ýmsu sjónarhornum. Vegaslóðar oft aðeins færir jeppum. Að fljúga yfir þá er ekki sama og nærvera með blæ, hljóði og úða. Nálægð við víðir, lyng, gæs og ref magna áhrifin. 

Háifoss er einn stórkostlegi foss landsins og er í Sandá sem rennur í Þjórsá. Frá Hólaskógi er hægt að nálgast hann á bíl. Hann er yndi hestamanna og annarra gesta sem vilja leggja á sig göngu frá Stöng. Fossarnir í efrihluta Þjórsá eru ekki í alfaraleið. Aka þarf á fjórhjóladrifnum bíl, ganga og verða þess viðbúin að tjalda eða gista í göngumannakofa. 

Gnúpverjar þekkja þessa fossa og kunna að meta. Þeir óttast að með lóni við Þjórsárver minnki enn vatnsmagnið í mestu fossaá landsins. Ef verðmæti eru metin í krónum til framtíðar eru hér dýrgripir fyrir ferðamenn og þjóð sem ekki þekkir allt sitt hálendi.

Fjalla-Eyvindur og Halla voru hjarðmenn hálendisins, hafa eflaust lifað mest á gæs og grösum. Mál til komið að reisa minningarstein um veru þeirra í Eyvindarveri, taka þau inn í ævintýraheim ferðalanga nútímans. 


mbl.is Orðlaus yfir Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband