Fuglar og bílaumferð fjarri

Kvöldsól og góður hiti inn í Búrfellsgjá við Gjáarétt. Fáir á ferð nú þegar Heiðmörkin skartar sínum fegursta skrúða. Sólargeislarnir náðu ekki almennilega í gegnum mistrið við Helgafell og yfir Grindarskörðum var þokubakki. Við Vífilsstaðahlíð var enginn fuglasöngur eins og oft áður, en margar lóur við Búrfell. Í fyrra sást stór ugla við Víkurholt og hver veit nema refur hafi farið um flatir. Þá sást ekki vatn í Vatnsgjánni þótt rignt hafi vel í júlímánuði.

Búrfellsgjáin liggur talsvert neðar en Selgjáin sem er með Hlíðarvegi. Hér rann Búrfellshraun í hrauntröðum allt til sjávar við Lambhúsatjörn  fyrir um 8000 árum. Troðhólar hafa þá myndast við Hlíðarveginn og barrskógarreitinn. Garða og Gálgahraun er hluti þessara umbrota. Hæðamunur frá Búrfelli rúmir hundrað metrar til sjávar. 

Bílaumferð hefur snarminnkað um Hlíðarveg en vegurinn er holóttur þar sem malbikaður Sturluvegur endar. Þegar sólin tekur að skína á ný muna menn eftir Heiðmörkinni ef ekki annað heillar. 

 

 

 


mbl.is Höfuðborgarbúar sjá loks til sólar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband