12.7.2013 | 00:01
Hófleg gjaldtaka, gistigjaldið burt
Þjóðgarðar ættu að hafa þjónustu og upplýsingaskyldu. Hægt væri að taka gjald fyrir helstu staðina sem gilti inn á minni svæði eins og við Dyrhólaey. Hreinlætisaðstaða ætti að vera lágmarkskrafa á þeim stöðum sem taka gjald af ferðamönnum.
Gistináttaskatturinn er óréttlátur og ómarkviss skattlagning sem ætti að leggja niður. Enginn er öruggur um að fá fyrirgreiðslu úr þeim sjóði þótt þörfin sé brýn.
Vinstri stjórnin notaði hann sem hvert annað glansnúmer til atvinnubótavinnu. Afhentur var hluti hans til þeirra sem hrópuðu hæst og voru í náðinni þá stundina.
Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum getur tekið gjald af köfurum. Eins gæti verið ákveðinn passi eða veiðikort sem gilti fyrir aðra er koma á svæðið. Menn verða að sjá að þjónusta komi á móti gjaldi. Hálendiskort gætu stuðlað að uppbyggingu vega væri skynsamlega unnið með hóflegt gjald sem eingöngu færi í vegabætur, upplýsingar um akstursleiðir, kort og fleira. Þeir sem njóta eiga að borga fyrir aðstöðu en ekki að taka af óskyldum.
Greiða gjaldið með glöðu geði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.