Grindarskörð í þoku

Hópurinn var horfinn inn í þokuna og upp á hæsta tindinn. Sjálfur sat ég á steini við eina vörðuna og hlustaði á sólskríkju.  Þóttist öruggur en sá aðeins nokkra metra frá mér. Í þokunni mátti líka heyra í lóu og karra á efsta draugasteini. Sinfónía þokunnar. Gönguhópar eru góðir til að ná markmiði og spjalla saman í. Þeir treysta á farastjóra og oft er hann með reynslu, góð kort og GPS. Ef haldreipið bregst, kunnátta hans og yfirsýn á staðháttum er í molum er hópurinn í slæmum málum. Verst er þegar hann vill ekki opinbera kunnáttuleysið og leita ráða annarra í hópnum. 

Villtur hópur á fjallsbrún í þoku og lausagrjóti eru ekki aðstæður sem menn kjósa sér. Hugsaði til farastjóra sem hafði álpast fram á vota móbergsklappir til að ”kíkja niður” öllu hópnum til hrellingar. Stjóri sem lenti í ógöngu með hópinn og stærði sig í rútu þegar allir voru komnir í skjól, holvotir og skelfdir. ”Bara smá ævintýri.” Hrun verða til þegar laust er undir, þegar skriða fer af stað. Á stundum er það vegna ósæmilegra hegðunar eins eða fleiri í hópnum.

Ósjálfrátt reis ég upp frá steini úr djúpum þönkum mínum.  Nú skyldi ég njóta og uppgötva ný blóm í þokunni, fanga augnablikið. Skoða steinborgirnar og fara mér hægt í skörðum Þóris haustmyrkurs frá Hlíð.  Nú voru sumarsólstöður nær og engin hætta á ferð.

Sagt er að Þórir hafi viljað aftra fé sínu frá að fara yfir til Hafnarfjarðar og sett grindur í Skörðin, en á þeim tíma var hlíðin birkiskógi vaxin. Aðrir segja að hann hafi viljað bægja frá vermönnum sem leituð suður í Grindavík. 


mbl.is Erfitt að spá fyrir um þokuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband