4.5.2013 | 18:21
Óharðnaður og óreyndur
Ólíklegt er að viðræður Framsóknar og Sjálfstæðisflokks leiði til stjórnarmyndunar. Fyrstu tvær vikurnar fara í þreifingar sem forsetinn hefði átt að sjá fyrir. Reynslubolti íslenskra stjórnmála, forseti Íslands velur einn óreyndasta formanninn frá síðasta þingi til að leiða viðræðurnar. Húsavíkurljóminn blindar og dugar skammt þegar kemur að alvöruviðræðum.
Í fótbolta skiptir máli að vera ungur og sprækur. Reynslumenn á toppnum skora eftir áratuga þrotlausa þjálfun. Margrét Thatcher skoraði eftir tuttugu ára undirbúning. Fann sig knúna til að fara fram þegar fyrirliðinn brást. "Smákaupmanns-dóttirin" kom og sigraði. Með Regan og Gorbatsjov frelsaði hún þjóðir undan oki harðstjóra. Engum dettur í hug að leggja niður Lávarðadeildina með þungavigtarmönnum.
Afríkuríkin eru með ungar kynslóðir, reynslulausar og óprófaðar. Engin býst við töfralausnum, en að skipta út helming af liðinu er galið. Ófullkomin stjórnarskrá og þingsköp bæta ekki vinnustaðinn eða árangurinn. Á Alþingi er um helmingur þingliðs nýliðar og með takmarkaða reynslu af stjórnsýslu. Þetta vita sjálfstæðismenn og bíða eftir því að gulleggið renni til þeirra. Stærsta flokksins og reyndasta þingliðsins.
Báðir lofa skattaafslætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.