Með böggum hildar

Engin vill dansa við Sigmund gæti fréttin heitið. Bjarni fær ekki að sjá spilin. Sigmundur kominn aftur heim til föðurhúsanna. Fréttir af stjórnarviðræðunum eru vandræðalegar, engu líkara en fréttaþyrstir séu staddir á skóladansleik. Þessi samkvæmisleikur er eins og klippur út úr rússneskri skáldsögu um yfirstéttarfólk. Eitt skref í einu. Allt fínlegt á yfirborðinu.

Föðurbetrungarnir virðast óstyrkir þegar á hólminn er komið, eða er von á öðru. Snjór er enn yfir ættaróðulunum og enginn veit hvenær sumarið birtist. Hvort hey séu til að mæta vorharðindum eða tún kalin. Galdurinn á að vera skuldauppgjör við banka í eigu útlendinga. Framsóknarmenn vilja gera enn betur en Danir sem létu Seðlabankanum eftir einn þriðja af eigum FIH bankans.

Fléttan er augljós en ótrúlegt er að hún gangi eftir þegar allir vita áformin. Minni fyrirtækin íslensku eiga að borgar sínar skuldir upp í topp sem þýðir að áfram verða lág laun og takmarkaður vöxtur. Ríkisbankinn, Landsbankinn verður í erfileikum með að greiða sínar skuldir. Lífeyrissjóðirnir áfram vandræðabarn launþega, háir vexti beint af augum.

Sigmundur verður talinn snillingur ef honum tekst að velta snjóhengjunni, allt með milljarða "hagnaði" af uppgjöri við bankanna. Skuldirnar halda áfram að vera til í landinu en skipta um eigendur. Sigmundur ann böggum Hildar. Förukonan er týnd og kóngsríkið í nánd.


mbl.is Sigmundur lá yfir tölfræði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband