23.4.2013 | 21:28
Vanþakklátt en spennandi
Hrunið og netið hefur gjörbreytt þjóðfélaginu. Nú vill kjósandinn fá meiri ákvarðana og þátttökurétt. Hann fylgist betur með, þökk sé netinu. Í staðinn fyrir að láta fulltrúann og flokkinn ráða, vill hann sjálfur vega og meta málin, segja sína skoðun í atkvæðagreiðslu.
ESB aðild eru eitt þeirra mála sem kjósandinn vill kanna til hlítar. Sama gildir um gjaldmiðla. Breytingar á stjórnarskránni. Umhverfis og virkjunarmál. Hann vill ekki lengur að fulltrúi hans fái að ráðskast með þessi mál.
Flokkurinn eða þingmaðurinn getur beitt hræðsluáróðri, keypt atkvæði og aukið fylgi, en það er skammgóður ávinningur ef málstaðurinn er ekki áreiðanlegur. Fyrr eða seinna kemur sannleikurinn í ljós, afhjúpast. Þá kemur bakslag og vantraust.
Stjórnmálastarfið er ekki auðvelt frekar en blaðamennska. Hjá báðum reynir á forystuhæfileika, sköpunargáfu og ögun. Blaðamaðurinn verður að taka af skarið, lýsa því sem hann telur sannast og mikilvægast. Stjórnmálamaðurinn gerir út á óséðan afla, ávinning sem hann sér en er ekki alltaf fær um að vinna úr. Loforðapakka. Stundum notast hann við gömul tæki og kennslubækur þegar aðstæður hafa gjörbreyst.
Kjósendur vilja nú aðra nálgun. Stjórnmálamaðurinn leiði þáttökustjórnmál í stað þess að ákveða einn. Viðsnúningur á sér stað einnig í blaðamennsku. Nálgun og skyldur breytast hratt. Greinum og fréttum fylgja ógrynni athugasemda með þátttöku lesenda. Eftir á er allt annar sannleikur uppi á borðinu.
Blaðamennska er versta starfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.