Sjónarspil í gangi, ójafn leikur

 

 

Vinstri grænir leggja nú ríkisstyrkinn dag hvern í að kaupa auglýsingar á miðopnu Fréttablaðsins. Forkólfar þeir fá líka vel inni á greinasíðum blaðsins. Ekkert undarlegt við að þeir auki fylgi sitt í skoðanakönnun sama blaðs. Flokkur heimilanna er líka með aukningu, en þeir ráða yfir og beita útvarpsstöð til að kynna flokkinn. Framsókn á líka netmiðill og sterka stuðningsmenn með fjármagn. Fortíðardraugar þeirra í lestinni eru gleymdir kjósendum.

Þar fyrir utan er foringi þeirra skynsamur og frambærilegur maður. Skipulagsfræðingur sem á auðvelt með að rugla fólk í glæsilegu völundarhúsi kosningaloforða. Hann valtar yfir smáflokkana. Stóru flokkarnir hafa sameiginlega jarðað stjórnarskrána og leggja nú áherslu á lækka skatta þótt engin innstæða sé í sjónmáli.

Píratar eru í raun sigurvegarar í þessari kosningabaráttu. Hafa náð að vera sýnilegir á netinu og trúa á að netið verði til að frelsa heiminn úr stjórnmálum loforða. Píratar og Lýðræðisvaktin hafa möguleika á endasprettinum en baráttan verður erfið, nema kjósendur sjái lengra fram í tímann. Beint lýðræði er lausnin á vandræðagangi kjósenda sem ráfa um í fjölmiðlaneti fjórflokksins. 

 

 


 


mbl.is Þriðjungur vill Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

það er bara alltaf einn sem hefur vinninginn og þvi verða aðrir að hlyta ...svo hvaða ójöfnuður er það ? ..!!

rhansen, 18.4.2013 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband