27.3.2013 | 11:40
Eru breyttir tímar?
Dómarar í Sakadómi Reykjavíkur sem bæði rannsökuðu og dæmdu sakborninga ákváðu líka tíma gæsluvarðhaldsfanga í einangrun. Fyrirbæri sem flest vestræn lönd hafa reynt að forðast. Ábyrgð dómara í Sakadómi var mest og afdrifaríkust. Ungir lögmenn sem vildu veita skjólstæðingum ungmennanna lið voru boðaðir í yfirheyrslu eins og sakamenn.
Sýnir hvað vald þjóna dómskerfisins var mikið og óspart notað í hræðsluaðgerðum. Jón Oddsson lögmaður, verjandi Sævars var hæfileikaríkur lögmaður og óragur við að gagnrýna dómstóla og málsmeðferð. Hann var ekki virtur viðlits þegar hann sótti um dómarastöðu í Hæstarétti. Pólitísk lykt var af öllum þessum aðgerðum og stjórnmálamenn réðu dómara. Ekki leikur vafi á að þessi tengsl verða rannsökuð meira, þótt ekki væri nema af sagnfræðingum.
Í dag eru flest lönd að takmarka einangrun gæsluvarðhaldsfanga. Á fangelsi.is er sagt frá því að enn eru menn að meðaltali einangraðir í 10 daga hérlendis. Eingin breyting í 10 ár. Meir en helmingi lengur en í Bretlandi.
Hingað til hefur reynsla og aðvaranir Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings ekki skilað sér inn í betri löggjöf um gæsluvarðhald. Breyting kann að verða á því með aukinni umræðu. Dómsmorð eru býsna algeng hér á landi miðað við höfðatölu. Blaðamenn eru ekki undanskildir. Verst er þegar stjórnvöld sjá ekki ástæðu til að framfylgja úrskurði mannréttindadómstóla.
![]() |
Falskar játningar mun algengari en talið var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Nýr snúningur á deilu rapparanna Kendricks Lamars og Drake
- Irwin í aðalhlutverki í auglýsingu sem segir sex
- Kanye West segir Biöncu hafa farið frá sér
- Laufey missir stjórn og sekkur í ringulreið
- Skynja fremur en skilja
- Van Damme sagður hafa sofið hjá fórnarlömbum mansals
- Svona lítur Dewey út í dag
- Kröftugar kenndir kvikna
- Nældi sér í annan ungan körfuboltamann
- Grenntist með aðstoð þyngdarstjórnunarlyfja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.