Eru breyttir tímar?

Dómarar í Sakadómi Reykjavíkur sem bæði rannsökuðu og dæmdu sakborninga ákváðu líka tíma gæsluvarðhaldsfanga í einangrun. Fyrirbæri sem flest vestræn lönd hafa reynt að forðast. Ábyrgð dómara í Sakadómi var mest og afdrifaríkust. Ungir lögmenn sem vildu veita skjólstæðingum ungmennanna lið voru boðaðir í yfirheyrslu eins og sakamenn.

Sýnir hvað vald þjóna dómskerfisins var mikið og óspart notað í hræðsluaðgerðum. Jón Oddsson lögmaður, verjandi Sævars var hæfileikaríkur lögmaður og óragur við að gagnrýna dómstóla og málsmeðferð. Hann var ekki virtur viðlits þegar hann sótti um dómarastöðu í Hæstarétti. Pólitísk lykt var af öllum þessum aðgerðum og stjórnmálamenn réðu dómara. Ekki leikur vafi á að þessi tengsl verða rannsökuð meira, þótt ekki væri nema af sagnfræðingum.

Í dag eru flest lönd að takmarka einangrun gæsluvarðhaldsfanga. Á fangelsi.is er sagt frá því að enn eru menn að meðaltali einangraðir í 10 daga hérlendis. Eingin breyting í 10 ár. Meir en helmingi lengur en í Bretlandi.

Hingað til hefur reynsla og aðvaranir Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings ekki skilað sér inn í betri löggjöf um gæsluvarðhald. Breyting kann að verða á því með aukinni umræðu. Dómsmorð eru býsna algeng hér á landi miðað við höfðatölu. Blaðamenn eru ekki undanskildir. Verst er þegar stjórnvöld sjá ekki ástæðu til að framfylgja úrskurði mannréttindadómstóla.


mbl.is Falskar játningar mun algengari en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband