26.3.2013 | 20:34
Kísilver sem skiptimynt
Skollaleikurinn á Bakka gæti endað með ósköpum. Affallsvatnið sem kæmi frá virkjuninni í Bjarnarflagi gæti skaðað Mývatn. Flokksforingi VG virðist vinna á móti sínum eigin flokksmönnum þegar hann freistar þess að fá frumvarp um kísilver samþykkt. Með öllum þeim ívilnunum og meira til en áður þekkist. Hann hefur gagnrýnt aðra flokka í áratugi fyrir tjónkun við stóriðjufyrirtæki, en ætlar nú að gera enn betur. Hans eigin flokksystkini vilja fara hægar í umhverfismálum en gagnrýna ekki skattaívilnanir sem eru í frumvarpinu.
Álfheiður Ingadóttir segir: Framkvæmdir þar væru ekki afturkræfar, þótt því hefði verið haldið fram, sagði Álfheiður, og hvatti til þess að Landsvirkjun léti vinna nýtt umhverfismat vegna framkvæmdanna. Hún lýsti einnig áhyggjum sínum sérstaklega af vatnafari, en Mývatni stafaði hætta af virkjun í Bjarnarflagi, meðal annars vegna affallsvatns. Hún benti einnig á að breytingar á vatni Mývatns skipti sköpum fyrir allt líf í vatninu og vistkerfi þess í heild.
VG virðist ætla að nota kísilver á Bakka til að koma einum til tveimur frambjóðendum á þing í skjóli ójafns atkvæðisréttar. Atvinnubótavinna á Bakka sem skattgreiðendur þurfa að greiða. Ef nota á frumvarp um Kísilver á Bakka sem skiptimynt á Alþingi munu kjósendur fyrr eða síðar sjá í gegnum plottið og svara fyrir sig.
Þingfundur hefst brátt að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.