24.3.2013 | 09:23
Ástæða fyrir öllu
Eftirvæntingin var mikill hja börnunum í sætaröðinni fyrir aftan mig í flugvélinni til Óslóar. Þau voru öll á leið í vetrafrí til að hitta föður sinn sem hafði starfað um skeið í Noregi. Krakkar á 7, 11, og 15 ára aldri sem ætluðu að flytjast til Noregs næsta sumar ásamt móður sinni. Margir myndu segja blóðtaka, fólk á besta aldri að yfirgefa landið í leit að betra föðurlandi. Landi sem veitir meira öryggi og framtíðarmöguleika. Land þar sem hægt er að eignast eigið húsnæði án þess að setja sig í ævarandi skuldaklafa. Hjá þjóð sem er ákaflega vinveitt Íslendingum og tekur á móti þeim eins og vinum sem hafa verið lengi í burtu.
Það er mikill söknuður að yfirgefa sína heimahaga, land feðra og skólafélaga, land sem menn elska og dá. Setjast að hjá ókunnugum fjölskyldum og í ólíku umhverfi. Enda þótt Noregur sé fallegt land eru staðhættir allt öðruvísi. Maður sér aldrei langt frá sér, mörgum finnst þeir vera innlokaðir í skógi og aðkrepptum fjörðum. Framundan er ákveðin glíma við að aðlagast, temja sér aga og aðhaldssemi í fjármálum. Læra málið og setjast á bekk með nýjum skólafélögum.
Kosturinn við Noreg eru tækifærin og eftirspurnin eftir duglegum starfskröftum. Þeir sem koma sér áfram mega búast við starfsframa og ábyrgð í nýjum störfum. Viða eru Íslendingar og menn læra af hver öðrum. Starfsreynsla er metin og skólar aðgengilegir fyrir þá sem þurfa að ná sér í aukin atvinnuréttindi. Yfirleitt betri löggjöf og víðtækari í stærri þjóðfélögum.
Oft getur lítill meirihluti komið í veg fyrir skynsamleg lög eða sanngjarna niðurstöðu. Einn ófriður í fjölbýlishúsi lýsir vel ástandi á mörgum sviðum þjóðlífs. Að lokum er komið nóg og menn yfirgefa óviðunandi stöðu.
Erum að flytja út um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.