23.3.2013 | 07:19
Mottumars á heiðinni
Þegar á toppinn var komið héldu þunnir leðurskórnir ekki nægilegum hita á tánum, þrátt fyrir að ég væri í þykkum uppháum ullarsokkum. Frostið var komið í 4 stig en hafði verið 2 gráður þegar ég lagði af stað. Það kom ekki að sök því ég jók hraðann á gönguskíðunum þar til komið var að stóra gígnum. Þá leit ég í vestur og sá eldhnöttinn í appelsínugulum lit yfir Syðstu-bollum. Klukkan var um hálf átta og skugginn minn sem hafði verið sex metra fyrir nokkrum mínútum teygðist í hundrað metra við gígbarm dyngjunnar. Þægindatilfinning hríslaðist um mig því markmiðinu hafði verið náð. Einn á toppnum við sólsetur, austan Draugahlíðar og Kóngsfell. Tunglið var hátt á lofti, ein og ein stjarna birtist. Ákveðin sigurgleði fór um mig. Á fjöllum meðal drauga og kónga. Hér þarf engum að leiðast þegar litirnir eru jafn fagrir og á jafndægri.
Leiðin var nú greið niður ávalan brattann. Ég valdi að fara fyrst í vesturátt og komst á talsvert skrið niður frá gígnum, en síðan mátti ég ýta mér áfram með stöfunum. Troðin slóðin var orðin djúp og veitti viðnám. Betra var að fleyta sér upp úr henni og láta sig líða á skíðunum niður hjarnið og hallann sem var framundan. Vindurinn kom í fangið þegar stefnt var á Stóra Kóngsfell, en lygnt hafði verið á heiðinni. Köldu tærnar mínar létu nú ekkert á sér kræla enda munar um hverja gráðu.
Esjan blasti við í norðri í bleikum bláma. Þverfellin dökkbláu með snjóslæðunni virkuðu tröllsleg og ógnvænleg í vindinum á heiðinni, en þegar leið á kvöldið mildaðist ásýndin. Fínlegt hvítt hekl af snjó hafði lagst yfir háfjall Esjunnar, dulúðugt og margbreytilegt. Einkenni fjallsins hæfa nafngiftinni. Gelísku nafngiftarmennirnir hafa sannarlega verið fagurkerar og valið fegurstu fjöllunum stutt táknræn falleg kvenmannsnöfn. Esja, Hekla og Katla. Skjaldbreiður kom í ljós þegar bíllinn brunaði niður með Vífilsfellinu. Hún var í hátíðarbúningi eins og drottning á leiksýningu, tignarleg og hvít af snjó. Hátt yfir Lykilfellinu, svífandi engill. Kjarvalssena, myndefni og eitt af gersemum íslenskra náttúru sem hugur og sjón gefur þeim er leitar.
Þar fyrir utan er hreyfing á heiði góð líkamsrækt. Eykur þrótt og blóðstreymi, bætir svefn og athygli. Teygjur á eftir eru góðar en líka má fara í hressilegt sund að morgni. Spyrna fast og losa um spennu.
Síðasti séns fyrir mig að taka þátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
Íþróttir
- Líður best undir teppi í frostinu á Íslandi
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.