Krónunni áfram stýrt með handafli

Snjallir blaðamenn þekkjast á uppsetningu efnis. Þeir geta haft áhrif á afstöðu hópfylkinga séu hópstjórar flokka ekki á móti því sem þeir eru að segja. Forystugrein í Fréttablaðinu eftir Þórð S Júlíusson 22. febrúar "Vopnið krónan" kemur við kaunin á þeim sem aðhyllast krónuna sem bjargvætt íslensk efnahagslífs.

Íslenska krónan á áfram að vera stjórntæki stærsta og minnsta fjórflokksins. Hún á að skapa atvinnu á lágum launum. Vera fast fylgitungl stjórnmálamanna sem ekki treysta á skynsama efnahagsstjórnun. Sama þótt Grænland, Noregur og Kanada geti notast við háttskrifaða gjaldmiðla.

Formaður VG segir að landkostir séu bestir á Grænlandi. Í landi þar sem fiskvinnslan styðst við danska krónu. Hann getur þess hvergi að landkostir verða ekki nýttir ef mannauður er ekki fyrir hendi. Þeir útgerðamenn og sjómenn sem flytjast til Noregs og koma ekki til baka, standa ekki að baki áformum flokksformanna um áframhaldandi notkun íslenskra gervikrónu. Gjaldeyrishöft til framtíðar eru ekki trúverðug.

Krónuna á áfram að nota sem skálkaskjól fyrir lélega efnahagsstjórnun. Þegar fylgið hrynur er það venjulega kýrskýrt hvers vegna. Eins og mjólkurkýrin hefur staðið fyrir sínu er örkrónan misnotuð og ekki boðleg í nútíma samfélagi. 

 


mbl.is VG mikilvægasti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Virðingu skortir fyrir gjaldmiðli okkar það er stærsta vandamálið! Það er fáir stela miklu frá mörgum og komast upp með það!

Sigurður Haraldsson, 23.2.2013 kl. 13:57

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll nafni

Virðing fyrir kjósendum og fulltrúalýðræðinu. Næ ekki að skilja flokk sem ekki vill nánari samvinnu um annan gjaldmiðill og betri efnahagsstjórn. Líkt og Grænlendingar og Færeyjar gera.

Skil ekki flokk sem ekki vill rétta við hlut 10-12% þeirra sem eru í vanskilum með lánin sín og ná ekki að greiða sín húsnæðislán vegna lágra tekna. Fólks sem ekki hefur tekið óþarfa áhættu.

Flokk sem ekki vill jafna vægi atkvæða í kosningum. Flokk sem ekki vill aukin réttindi þegnanna með nýrri stjórnarskrá.

Litli maðurinn átti lengi vel pláss innanbúðar í flokknum, en nú eru nýir tímar.

Sigurður Antonsson, 23.2.2013 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband