Umhugsunarefni

 

Pútín og rússnesk yfirvöld héldu upp á daginn með stórkostlegri hersýningu á Rauða torginu. Hreyknir nítíu ára gamlir hermenn drógu fram öll heiðursmerki og báru rauðar rósir í tilefni dagsins. Minntust þeirra 200 daga sem umsátrið tók, eins mesta hildarleiks í stríðinu.  Athygli vekur að hermenn með gæsagang marseruðu fyrir framan leiðtogana í Kim Jong stæl.  Nauðsynlegur þáttur til að standa saman og vera þjóð sem lætur ekki allt yfir sig ganga. Okkur þykir hernaðarbröltið kannski spaugilegt og sjálfir viljum við ekki hafa neinn her, þó ekki væri nema til að aga unga menn. Án öflugra landhelgisgæslu hefði þorskastríðið ekki unnist eins auðveldlega og raun var á.

Við erum glöð yfir að þjóðarsigur náðist í Icesave málinu en minna er talað um hina sneypulegu útrás „nýfrjálshyggjunnar“ til Bretlands og Hollands. Þjóðar sem aldrei hefur náð að reka banka nema nokkra áratugi í senn, án áfalla. Bankamenn voru ábyrgðarlausir og fóru offari en löggjafinn ber megin ábyrgð á hvernig fór. 

Þorskastríðið var nauðsyn til að ná yfirrétt yfir landgrunninu. Útrásin til Bretlands var óþörf og aðeins til þess gerð að fela tap og ósigur í bankaumsýslu. Eftir allt þjark og þras hefur komið í ljós að almenningur ber enga ábyrgð á einkahlutafélögum, ekki frekar en á matvörukaupmanninum eða útgerðinni. Afleiðingar hrunsins er ekki stríð með mannfórnum en niðurlægingin og sárindin síga í. Það er blekking stjórnmálamanna í kosningaham að við séum komnir upp úr öldudalum.


mbl.is Fögnuðu sigrinum við Stalingrad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband