Fallegt og íslenskt

Mál til komið að hætta þessari forræðishyggju og leyfa mönnum að ráða nafngift ef hún ekki skaðar viðkomandi. Einnig að leyfa ættarnöfn en ekki fáum útvöldum. Verndun íslenskra tungu á ekki að koma inn á mannanöfn, eins og dómstóllinn bendir á er rétturinn til nafns friðhelgur. Sonur minn var skýrður þessu nafni á síðastliðinni öld, sem miðnafn. Reyndar gelíska nafninu Brendan líka: hinn hugrakki. Maður gerði alltaf ráð fyrir að mannanafnanefnd myndi gera athugasemdir. Hef aldrei skilið af hverju einhver nefnd vestur í bæ hafi jafn mikill völd um hagi fólks eins og reynslan sýnir. Mál til komið að takmarka þessa ríkisforsjá sem ekki á heima í nútíma þjóðfélagsskipan. Hreintungumenn mega hafa sín áhugamál en ekki þröngva þeim upp á aðra. 

Blær er notað í Bretlandi og Ameríku, bæði sem drengja og stúlkunafn. Nafnið er komið úr skoskri gelísku (Blair) að því ég best veit. Á íslensku tölum við um blæ, lítill vindur. Fallegt, mjúkt, dularfullt og hljóðlátt nafn. Margir staðir á Skotlandi eru kenndir við Blair. Getur það ekki eins verið íslenskt staðarnafn, Blær?


mbl.is Rétturinn til nafns friðhelgur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband