13.1.2013 | 13:44
640% aukning á skriffinnsku
Þríhnúkaævintýrið er vissulega skemmtileg tilbreyting. Að fá að skoða undur eldgosa og virkni er hluti af því að búa í landinu. Hellaskoðun í Þríhnúkum býður upp á nýja sýn.
Ef það er orðið hættulegt vegna mengunar að aka fyrir ofan Hafnarfjörð og upp í Bláfjöll erum við á afvegum. Að ætla sér að banna umferð um Heiðmörk er af sama toga og heyrir undir Orkuveituna samkvæmt nýjustu fréttum. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er líka á "hættusvæði"? Hvaða bull er þetta í hinu nýja valdi skrifræðis?
Vill rannsóknarboranir vegna Þríhnúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Það er alveg skelfilegt að nokkur skuli voga sér að hreifa andmælum við uppbyggingu þarna... og það svona nærri Reykjavík...
Það væri allt í lagi ef þetta væri úti á landi þar sem ekki má hreifa steini án þess að Reykjavíkurvaldið og 101 liðið þurfi að skipta sér af öllu og helst að stoppa allt.
Við þekkjum þetta alveg og erum ekki kát...
Stefán Stefánsson, 13.1.2013 kl. 16:44
Sæll Stefán
Eftirlitsiðnaðurinn hefur verið í mestum vexti af öllum atvinnugreinum. Það er mál til komið að spyrna við fótum. Ef enginn hreyfir legg eða lið fara hlutirnir í ógöngur. Þú mátt orðið lítið gera í eigin landi án þess að eiga von á mörgum embættismönnum. Varla grafa brunn. Þá ert þú að fara í samkeppni við Orkuveituna eða á svig við aðra stofnun sem hefur stórt regluverk að baki. Margir trúa því að svona eigi þetta vera og styðja kerfið sem þeir halda uppi af kostgæfni. Meistari Kafka er ljóslifandi um allt. Maður hélt að þið út á landi væru í betri málum.
Sigurður Antonsson, 13.1.2013 kl. 17:23
Þetta er alveg rétt hjá þér Sigurður. Þetta er komið út í algjörar ógöngur og það tekur allt of langan tíma að afgreiða mál.
Einu sinni sagði Davíð Oddson að á endanum yrði að allt bannað... nema það sem væri leift.
Það er býsna mikið til í þessum orðum hans.
Stefán Stefánsson, 13.1.2013 kl. 19:30
Ef eftirlit væri jafnvirkt með álbræðslum þá kæmi sjálfsagt mun alvarlegri ágallar í ljós. Ef við værum í Efnahagssambandinu þyrftu álbræðslurnar að kaupa mengunarkvóta en fá þær gratís hér á landi.
Það er með öllu óskiljanlegt að mun strangari reglur séu gagnvart ferðaþjónustu.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 13.1.2013 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.