6.1.2013 | 09:21
Kolbjörn, Mundi og Helga með áfengisvandamál
Á New York flugvöllum er daglegt brauð að færa menn í gæslu eða á spítala vegna misnotkunar á áfengi. Það þykir fréttnæmt vegna þess hvernig brugðist er við til að tryggja öryggi farþega. Einn og sama dag eru þrír Norðurlandabúar teknir og færðir á spítala vegna áfengiseitrunar. Einn flugmaður og tveir ferðamenn. Allt menntaðir einstaklingar með áfengisvandamál. Oft eru það þeir sem fá mesta meðaumkun og draga á langinn að fara í afvötnun þrátt fyrir aðvaranir.
Í netheimum fara fram logandi umræður um flugdólga og skal engan undra. Mikilvægt er að menn kunni að bregðast við nógu snemma í háloftunum. Í íslensku flugvélinni eru það flugfarþegar frá Mið-Ameríkuríki og íslenskur flugmaður sem geta bundið niður manninn. Þeir hinir sömu eiga á hættu að verða fyrir meiðslum. Ef illa fer og viðkomandi flugdólgur verður fyrir öndunartruflunum eiga þeir möguleika á að verða ákærðir. Þeir sem selja sterkt vín í flugvélum eða í flughöfn eru líka í skotlínunni. Allir bera ábyrgð, líka þeir sem gera ekki neitt.
Umræðan er góð og sýnir hve netheimar eru mikilvægir til að skapa lausnir. Í New York er bannað að selja ungmennum undir 21 ára áfengi á börum að viðurlögðum stórum sektum. Sama gildir um að fleygja rusli á götur. Hér eru þessi mál ekki tekin nógu föstum tökum, en skattgreiðendur látnir borga hreinsun og lögregluaðstoð. Veitingamenn hafa líka ábyrgð.
Forvarnarmenning í skólum landsins er eftirtektarverð og hefur skilað miklum árangri gegn ótímabæri áfengisneyslu. Ekkert er ömurlegra en skólaböll með útúrdrukknum einstaklingum. Hið góða er að hér er boðið upp á skjóta áfengisafvötnun, sem er til fyrirmyndar. Margir undrast umburðarlyndið gagnvart brotamönnum. Af hverju þeir eru ekki skyldaðir til að fara í meðferð eða að greiða sekt.
![]() |
Farþegar héldu flugdólginum niðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.