Pólfarinn og flokkar í einsemd

Flokkar eiga erfitt uppdráttar og þurfa að bera syndir feðra okkar. Allir andskotast út í þá og formæla meðan aðrir bera þá á höndum sér. Styrmir Gunnarsson hugmyndafræðingur og ritstjóri fjallar um erfileika flokkanna 29. des. í Morgunblaðinu. Að venju að mikilli yfirsýn og raunsæi. Hann veltir ýmsum steinum við og spyr spurninga. Hann er talsmaður fyrir auknu lýðræði og dreifðu flokksvaldi.

Sú umræða ætti að vera í verkhring stjórnmálfræðinga en þeir eru margir yfirmáta ófrjóir og áhættufælnir. Helst er að einn og einn háskólakennari þori að ryðjast fram á völlinn en venjulega vantar þá meira bakland. Netumræðan er hins vegar venjulega aðeins í fáeinum setningum sem miðast að því að vekja athygli. Aðrir búa í netskýjunum og skrifa í þau.

Umræðan er dreifð og ómarkviss. Oft drukknar umræðan í auglýsingaflóði og sérhagsmunum. Flokkarnir eiga bágt með að endurnýja sig. Þeir eru eins og úrelt skip sem ekki er lengur notað vegna þess að ný fullkomnari hafa tekið við. Félagsformið hefur ekki tekið þeim breytingum sem orðið hafa á lýðræðinu og félagslegum réttindum. Fyrirtæki endurnýja sig með ákveðnu millibili og taka stökkbreytingum í tækni og stjórnun, en það sama gildir ekki um flokkana. Saga þeirra er ekki löng vart meiri en 100 ár, þessara mikilvægu stýritækja lýðræðisins sem allir eiga mikið undir.

Næsta ár verður örlagaríkt í pólitík. Þá kemur í ljós hverjir ná pólnum og verða framúrskarandi leiðtogar fyrir næstu fjögur ár.  

 


mbl.is Fagnar nýju ári á Suðurskautinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband