Dómgreindarleysi í efnahagsmálum

Frúin sem stýrir forsætisráðuneytinu afhjúpar þekkingarleysi sitt á einföldum lykilatriðum í efnahagsmálum. Hún treystir á ráðgjafa sína í þessum efnum sem ekki hafa sagt henni sannleikann. Hún er eins og nakti keisarinn, skilur ekki hver áhrifin eru á heimilisbókhaldið og ráðgjafarnir þegja.

Hún trúir því að Guðlaugur Þór sé í pólitískum leik þegar hann spyr hana kurteisilega hvort hún hafi látið kanna áhrif skattahækkana. Guðlaugur hefur áður sýnt fram á að hann vill vel þegar hann hefur kallað eftir þróun lána. Hann er einn af þeim fáu á Alþingi sem er rekstrarmaður og skilur áhrif skatthækanna á þjóðlífið. 

Hér á blogginu er mörgum sinnum á dag sýnt fram á hve gífurleg áhrifin eru. Ómar Gíslason tekur sem dæmi af nýrri reglugerð um byggingar og sýnir fram á verulegar hækkanir á lánskjaravísitölu um áramót. Forsjárhyggjan með sykurskatti, tóbaksgjaldi og hækkun áfengisgjalds eru verðbólguvaldar. Smygl á öllum þessum vörum mun aukast og óvíst hvort gjöldin skili sér. Sýnt hefur verið fram á hve víðtæk áhrif tvöföldunar á virðisaukaskatti hefur á ferðaþjónustu um allt land. Þar hefur Samfylkingin viljað draga í land en samstarfsflokkurinn er með bundið fyrir bæði augu.


mbl.is „Hann er oft að leika sér í ræðustól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband