Kjalarnesið kemur ávallt á óvart

Í flest skipti sem bíll fer út af á Kjalarnesi er það vegna þess að menn taka óþarfa áhættu. Menn virðast ekkert læra þótt vitað sé að vindhraði fari yfir 40 m á sek. Íbúarnir hafa jafnan allt neglt tvöfalt en það dugar varla til. Hestar eru einu skepnunnar sem þola álagið, en þar eru líka takmörk.

Í stóru vindhviðunum í kvöld var því best að lesa blaðið. Bóndinn á Daðastöðum Gunnar Einarsson kann að lesa í vísitölur og vexti. Stöku greinar og útskýringar hitta í mark, þær eru nokkrar á opnu Morgunblaðsins í dag. Straumfræðin er þekkt þegar fjallað er um vinda og vatn. Sama gildir ekki um vexti og vísitölur né dulbúið valdaafsal. Ógnarkraftar ráða jafnan ferð og koma alltaf á óvart. Við byggjum sterkleg hús og hafnir. Byggingarlag Ameríkumanna kemur því ávallt okkur í opna skjöldu þegar hamfaraveður gera usla. Látlaust aftakaveður í fjóra daga skilur okkur eftir vísari en leggur ekki allt í rúst þótt tjón sé mikið.

Öðru máli gildir um afleiður, verðtryggingu og vexti. Straumur vaxta og verðtryggingar er afstæð stærð sem við skiljum ekki til fulls. Þó er hún á góðum vegi með að gera húsbyggjendum ókleift að getað staðið í skilum og almenningi fært að eignast húsnæði. Krafa lífeyrissjóða um 3.5% vexti og verðtryggingu gengur fyrr eða seinna að lífeyriskerfinu dauðu í núverandi mynd. Á þetta bendir Gunnar. Aðrir sjá einnig fyrir sér einn lífeyrissjóð og nýtt valdakerfi innan lífeyrissjóða og verkalýðs.

Önnur grein fjallar um strauma útgjalda til yfirstjórnar EBS og hvernig þeir vaxa umfram verðtryggingu. Við sjáum þá í formi styrkja til ólíklegustu mála, þarfra eða að nauðsynjalausu. Allt fyrir miðsstýringuna. Ólesin EES reglugerðasmíð verður að ESB lagasetningu án þess að löggjafinn hafi lesið boðskapinn. Við þekkjum það af mannvirkjagerð og eftirlitsiðnaði. Framleiðni fellur og við verðum lengur að vinna fyrir Stóra bróður. Hið opinbera sem ætlar að fylgjast með að öllum reglugerðunum sé framfylgt setur upp umboðsmannaskrifstofur hér og þar til að taka á móti kvörtunum. Jú það er frjálst að kvarta.

Ein greinin fjallar um rafstrauma og möguleika á flutningi þeirra til meginlandsins. Þar erum við háðir hafstraumum og allt á óvissustigi enn. Með aukinni þekkingu, einkum fjármála verður áhugavert að sjá hvort við stöndumst næstu óreiðu eða óveður sem er regla í allri tilfærslu krafta.

Hæfileikinn til að byggja hús er fyrir hendi og hann dugar okkur til að standast mikið veðurálag eins og nú herjar. Að flytja vatnsorku fjalla á endastöð innanlands er tæknilega í þokkalegu ástandi. Þá má gera enn betur en til þess þarf þróun og markmið? Eða að lenda í öngstræti eins og hendir þjóðir.


mbl.is Rússnesk rúlletta að aka um Kjalarnes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband