19.9.2012 | 06:56
Banki í kastljósi
Óvænt útspil Seðlabanka er eitt af mörgu sem þarfnast skýringar. Hvernig peningastefna hans þróast er óskrifuð bók því hagfræðin og pólitíkin tekur sífelldum breytingum. Hagfræðin er eins og hafragrautur, heldur vélinni í þægilegum gír. Þeir sem ráða ferðinni velja ráðgjafa sem eru hliðhollir stjórninni á hverjum tíma. Háskólinn og Seðlabankinn koma gjarnan með það sem stjórnvöld vilja heyra. Klippt og skorið. Fjöldi blaðsíðna í greinagerð þarf ekki alltaf að þýða margbreytileika.
Nýjasta skýrsla Seðlabankans er tímabær lesning fyrir lestrahesta. Stytt útgáfa hefði gagnast yngri kynslóðinni og önnur ætti að vera til fyrir barnaskólabörn. Í von um að við náum fyrr eða seinna tökum á verðbólgunni. Gengi krónunnar skiptir miklu máli fyrir þróun í landinu og þegar Seðlabankinn lyfir lokinu af pottinum eru það tíðindi.
Bókin Currency Wars eftir James Rickards 2011 undirstrikar það sem er í gangi á heimsvísu og margir hafa vitað af, en fáir ná að skilja. Vígstaðan breytist stöðugt og óvæntir atburðir dúkka upp án þess að nokkur fái rönd við reist. Strið hagfræðinnar er nútíma átakastefna sem á sér margar óvæntar hliðar. Gerir hagfræðina spennandi og eftirsótt háskólafag, framhald tölvuleikja.
18 milljarða undanþága | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.