Búbót fyrir aðþrengda Spánverja?

 

Japanir keyptu marga skýjagljúfa í New York fyrir þrem áratugum. Það olli talsverðu fjarðrafoki. Á vesturströnd Kanada og Bandaríkjanna hafa Kínverjar um aldir starfað og elft viðskipti og verslun milli meginlanda. Með hliðsjón af því hve margir þeir eru og starfsamir er ekki óeðlilegt að þeir komi víða við sögu. Þeir eiga nú járnblendisverksmiðjuna á Grundartanga. En samt er enginn alvöru kínverskur veitingastaður á Íslandi. Spánn er ekki eins lokað landi í þeim efnum. Trúlega starfa fleiri Íslendingar í Kína en Kínverjar á Íslandi.  

Ástæðulaust er að hræðast þá á meðan þeir starfa eftir íslenskum lögum og reglugerðum. Öðru máli gegnir þegar þeir telja sig eiga tilkall til landsvæða, þá er ástæða til að þeir fari eftir alþjóðlegum reglum. Sýni ekki yfirgang í skjóli stærðar og hernaðarmáttar. Gleymum því ekki að þeir hafa takmarkað ferðafrelsi eins og margar þjóðir í Asíu. Hér eru einnig miklar hömlur á komu fólks til landsins, allt eftir þjóðerni.

Heimsmyndin er að breytast og hreyfing fólks á milli landa er einn þátturinn sem getur auðgað menningu okkar. Margir Íslendingar starfa í Kína. Þegar Kínverjar koma með fé í vesturveg er það venjulega afrakstur af eljusemi og viðskiptum. Augljóst er að þeir ofurskatta ekki sitt fólk. 

 

 


mbl.is Kínverjar leika á spænsku kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Mja ja jaha, en -en það er ekki talað um sviðna jörð eftir þá í afríku,svíþjóð, ítalíu og..........

Eyjólfur Jónsson, 16.7.2012 kl. 00:22

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Áhrifamáttur Kínverja á bara eftir að aukast. Vesturlönd og mörg þróuð lönd eru orðin háð kínversku efnahagslífi. Allskonar tækniþekking flyst í auknum mæli til Kína og við verðum enn háðari þeim og þeir okkur. Ekki ósvipað og tölvufíkn.

Hinn umdeilda hagvaxtarfíkn stefnir í báðar áttir. Kínverjar verða að leita út á við til að viðhalda hagvexti og vesturlönd hafa aukið hann með kaupum á kínverskri vöru. Iðnaðarmengun er að valda talsverðum vandræðum í Kína. Iðnaðarský í Hvalfirði frá járnblendinu er lítið mál í miðju Atlantshafi en eykur á vandræði í Kína, væri verksmiðjan þar.

Þeir eru sannarlega ekki öfundsverðir í leit sinni að hagvexti og ýmsir álíta að fráhvarfseinkenni séu nú að koma betur í ljós. Umræða um umsvif Kínverja á eftir að aukast því málin eru ekki einföld. Efnahagsáhrif Bandaríkjanna hér á landi vegna hersins voru gríðarleg og í kjölfarið fylgdi allskonar meðlæti. Afríka upplifir líklega eitthvað svipað. Hér er Nubo-umræðan táknræn og viðskiptasamningur í undirbúningi.

Sigurður Antonsson, 16.7.2012 kl. 07:37

3 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Er einhver munur á hvort evrópskir, bandarískir, íslenskir o.fl., eða kínverskir fjárfestar "leika" á spánverja í óförum sínum ?

Fólk fer á útsölu til að gera góð kaup.

Birgir Örn Guðjónsson, 16.7.2012 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband