14.5.2012 | 21:42
Besta gjöfin
Litbrigðin, litaskipti, lithvörf og tærleikinn sem sjá má í landslaginu eru sjónrænir dýrgripir. Mynd sem sýnir Eyjafjallajökull spúa eldi og brennisteini hátt til himins er toppurinn. Maímánuður er mánuður andstæðna, þegar norðanvindur og ís mæta vorsól og grænum grundum við sjávarsíðu. Iðagræn tún á Kjalarnesi mót fannhvítri slæðu Esju. Rabarbarinn minn hnéhái með sínum stóru blöðum leit út eins og margar öfugar regnhlífar í vindi. Snjófjúk í kvöldsólinni og söngur sandlóu lofa morgundaginn.
Að uppgötva Ísland er ekki aðeins á myndfletinum, hinu sjónræna, heldur er maturinn íslenski fjársjóður. Fólk verður að leggja talsvert á sig til að kanna og reyna. Ekki er nóg að snæða aðeins hjá meistarakokkum eins og Þrem Frökkum. Vinningurinn getur verið í næstu búð. Fisksali minn var með nýja smálúðu í dag og stórlúðuhausa í gær. Ég fékk hjá honum miðlungslúðuhaus og þvílíkt lostgæti. Að viðbættum engifer, pipar, blaðlauk, hrísgrjónum og kartöflum var eins og nýr kraftur færi um allan líkamann þegar lúðubeinin voru sogin. Nýr rabarbaragrautur með rjóma í eftirrétt er kóróna á daginn.
Nístandi norðanáttinn er ógnvekjandi en með réttum meðulum má vinna á henni. Besta gjöfin til yngri kynslóðarinnar og auglýsing er að kunna að lesa í gjafir náttúru.
Vægðarlaus náttúruöfl Íslands í The Telegraph | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.