Enn er ekki öll nótt úti

Mestu undur lífsins eru aldrei fjarri. Þvílík gjöf náttúrunnar er ekki sjónin og að skynja alheiminn á stjörnubjartri nóttu. Venus og Júpíter ætla ég að séu skærust himinhnettir nú á vesturhimni. Í rafljósunum í Reykjavík sjást ekki vel aðrar stjörnur. Í kvöld er sá dagur sem áhrifa frá stóra sólgosinu gætir mest. Hvítur snjóstormur var á Reykjanesinu síðdegis í dag. Nú væri mikill upplifun að vera staddur við Reykjanesvita og upplifa samtímis glaðbeittan stjörnuhiminninn og brimrótið. Þeir sem búa á Reykjavíkursvæðinu geta séð mikinn töfraheim í ljósaskiptunum í Heiðmörk og við Kaldársel.

Nú líður senn að jafndægri og stjörnubjörtum nóttum fækkar óðum. Við taka lengri dagar og um mitt sumar er enn einn töfraheim að líta. Ljósar miðsumarsnætur til fjalla, við hraunkant inn í dal eða út við sjó er dýrð sem þjóðir norðursins upplifa. Að sofna undir heiðskýrum himni við Berserkjahraun, í nábýli við rjúpu örn og  fálka er enn eitt undrið sem hægt er að upplifa. 


mbl.is Mörður stýrir hópi um myrkurgæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband