Merkileg fyrirbæri á eldfjallaeyjunni

Sérstæðar norðurljósamyndir frá Fáskrúðsfirði segja mikið um einstakt land. Engin mannleg flugeldssýning kemst í hálfkvisti við ljósagang sem á uppruna sinn í sólgosum. Eldhnötturinn okkar er líka óútreiknanlegur og flekaskilin við landið eru ekki síður forvitnileg. Á netsíðu Ómars Ragnarssonar er mynd af Eldvörpum og borholu við Grindavík.

Ef maður vill fara akandi að Eldvörpum við Rauðhól verður að fara í gegnum Illahraun, Skipstígshraun, Bræðrahraun og Sundvörðuhraun. Síðan er hægt að halda fótgangandi áfram að Rauðhól, gegnum Eldvarpahraun, að Sýrfellshrauni og loks um Klofningshraun vilji maður skoða þessi fyrirbæri. Stór hluti hrauna við Grindavík hafa komið úr Eldvörpum, gígaröðum og stömpum. Eitthvað mikið hefur gengið þarna á sínum tíma en oft líða tíu aldir á milli eldgosahrina. Landverndunarsinnar vilja vernda svæðið að Reykjanestá en aðrir segja að virkjanir og jarðfræðiskoðun geti farið saman.

Merkilegt að ekkert útivistarfélag hafi pælt þennan akur. Vel er hægt að sjá fyrir sér áhugasama ferðamenn fara þarna á um hraunið á milli lóna . Ef virkjað, kemur þá heitt lón og rafmagn? Maðurinn er umbrotamikill rétt eins og flekasmiðurinn mikli, breytir því sem hann vill, hvenær sem hann telur það þjóna markmiðum sínum. Þá má spyrja hver ræður þessari för og hve lengi má bora.


mbl.is Augu heimsins á mynd frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jónína er búin að taka þær margar, hver annari fallegri verð ég að segja.

Sigurður Haraldsson, 10.3.2012 kl. 21:46

2 Smámynd: Þórdís Bachmann

Stórkostleg mynd, með þessa fíguru vomandi yfir.

Með fjaðrir og horn og fuglsgogg.

Ég er að ljúka þjóðfræði við HÍ og þetta með hraunin er einmitt eitt af því sem er spennandi fyrir okkur að skoða. Ertu til í að segja frá?

Þórdís Bachmann, 10.3.2012 kl. 22:10

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Norðurljósaveislan á Fáskrúðsfirði er líklega toppurinn. Eins og móðir náttúra sé að gefa okkur gjafir sem við eigum að vinna úr. Mér finnst áhugavert að láta stækka svona myndir og sýna ferðamönnum.

Sagan er mikill í nafnavali við Reykjanes. Á góðu korti má sjá ótal örnefni sem sýna að íbúar á fyrri öldum hafa þurft að skilgreina og gefa staðgóð nöfn. Ganga á milli verstaða og eins til að smala. Arnastígur, Tjaldstaðagjá og Latur við Skipsstíg segja mikið. Arfadalsvík og falleg nöfn eins Staðarmalir og Malarendar eru leiðbeinandi sjómönnum. Nöfnin á hraununum eru lýsandi dæmi um jaðfræði, byggð og býli. Saga og þjóðfræði gera þetta svæði áhugavert. Áhugi á orkunýtingu og nánd við flugvöllinn auðveldar fleirum að fara þarna um.

Sigurður Antonsson, 11.3.2012 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband