Sagan endurtekur sig

 

Bandaríski seðlabankinn er í óðaönn að prenta dollara til að auka eftirspurn í hagkerfinu. Vestrænir stjórnmálamenn hafa misnotað bankana í áratugi. Stjórn Obama er engin undantekning, atvinnuleysi minnkar og góð velta tryggir honum gott gengi í komandi kosningum. Hér á landi þarf ekki nema góða loðnuvertíð eða aukningu á makríl verðmætum til að gefa innspýtingu í "hagvöxt", sem reiknaður er út frá veltu. Íslenska hagkerfið er eins og stjórnlaust rekhald, engar varúðarráðstafanir til að tryggja að "olíugróðinn" valdi ekki þenslu. Þegar við bætast misvitrir stjórnmálmenn sem taka út forskot á sæluna, hækka skatta eða taka óvænt lán vegna atkvæðaveiða er voðinn vís. Ein spegilmyndin er kreppa sem dregur fjölskyldur í svaðið.

Fjármálaráðherra sem var og hét tók 1 milljarða að láni rétt fyrir jól út á Vaðlaheiðagöng. Fyrir það verður verðbólga meiri en ella og byrðir lántakenda enn þyngri. Allir tapa nema sá sem nær kosningu út á loforðin. Hann kann að fleyta sér yfir næsta hjalla, en hvað um hina.

 


mbl.is Gagnrýnir framgöngu stjórnmálamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta verður svona um ókomna tíð ef þú gerir ekkert í málunum annað en kjósa sama kerfið aftur! Samt sem áður þá vona ég að þessi framkvæmd verði að veruleika því ég er fastur austan Víkurskarðs án atvinnu sem ég get með góðu móti sótt á Akureyri í gegnum göng.

Sigurður Haraldsson, 9.1.2012 kl. 00:40

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Já Sigurður, slæmt er að hafa ekki atvinnu ef hún er handan við hornið. Fyrsta vinnan mín var hjá samvinnumönnum. Meðan þeir stóðu undir nafni var margt gert gagnlegt. Þingeyingar vissu þetta, en langt er liðið síðan. Undanfarin 10 ár hafa þeir verið að bíða eftir Godot. Treyst of mikið á að einhver kæmi og hjálpaði upp á. Þegar áburðarverksmiðjan var seld hefði átt að koma viðvörunarljós víða um land. Það er ekki nóg að kjósa á fjögra ára fresti. Á netöld á að kjósa oft á ári.

Nú hækkar olían af því dalurinn "styrkist", þótt í raun sé hann alltaf að falla í verði. Skuldir að aukast og meiri lántaka hjá sömu mönnum og stjórnuðu fyrir bankahrun. Allt of lengi höfum við treyst á að lausnir kæmu að utan. Jákvætt er að menn eru að panta sér skíðaferðir nú fyrir noðan í stað þess að fara til Austurríkis.

Sigurður Antonsson, 9.1.2012 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband