10.12.2011 | 23:05
Frábær skemmtun
Danskeppni unga fólksins í kvöld sýndi bestu hliðar sjónvarpsins. Sjónvarpssalurinn var magnaður spennu og tilþrifum. Hraða, yndisþokka og fjaðurmagni. Ljósadýrð sem ekki hefur sést áður í sjónvarpi. Innsýn inn í dansinn sem tjáningar og listform undir leiðsögu geislandi dómara var upplifun út af fyrir sig. Mikið af lýsingarorðum sem eiga vel við þegar margt ungt fólk stígur sín fyrstu spor í sjónvarpi. Það þarf áræði og þor til að sýna í hvað einstaklingum býr. Þeir sem hafa staðið að sýningunni eiga þakkir skyldar að ógleymdum stjórnandanum. Skreytilist og búningar komu sannarlega að óvart. Eina sem skyggði á sigur Berglindar var skilti út í sal, hvatning um kosningu sem hún hefði getað verið án.
![]() |
Berglind Ýr sigurvegari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Athugasemdir
Já og Gunni Helga var alger gullmoli. Svo frjálslegur, einlægur og eitthvað svo blátt áfram....Hmmm sagði ég þetta í alvöru ?
hilmar jónsson, 10.12.2011 kl. 23:14
Sæll Hilmar
Gott fyrir sálartetrið að hafa menn eins og Gunnar. Dálítið Xfaktor í þessu en líklega meðalið sem nútíminn þarf. Trumpáhrifin leyna sér ekki, eru alltaf árangurstengd. Á tímum Facebook og bölmóðs getur sjónvarpið áorkað miklu með léttleika. Hvar eru ungu grínistarnir? Líklega betra að hafa þá á launum hjá skemmtideildinni heldur en í borginni.
Sigurður Antonsson, 11.12.2011 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.