Ögmundur má ekki vera of lengi

Ísland er ekki eyland lengur. Eins og við getum fjárfest í Evrópu geta Evrópubúar komið hingað og keypt jarðir. Selja einbýlishús sín og kaupa stórar jarðir fyrir brot af söluverðinu. Nota svo hluta þess til að lifa hér í víðerninu. Ákveðin lífsgæði það. Reikna með að Nubo hafi það sama í hyggju og að kynna öræfin og norðlenska náttúru fyrir löndum sínum. Kínaklúbbur Nubos.

Ráðherrann getur sett honum skilyrði af því hann er frá Kína og er ekki í viðskiptabandalagi eins og EES. Hann getur bundið söluna við ákveðin árafjölda t.d 50-60 ár eins og algengt er með leigu á lóðum undir atvinnurekstur. Eftir það gengur eignarétturinn til ríkisins. Svipaðar reglur eru í Kína og Nubo ætti að getað sætt sig við það.

Ögmundur er dálítið sérstakur og anar ekki að neinu en hann má heldur ekki vera of lengi að því að ákveða sig. Ef niðurstaðan er neikvæð gæti Nubo sótt aftur um eftir tvö ár. Þjóðernisrembingur er á undanhaldi fyrir samvinnu og gagnkvæmum viðskiptum.


mbl.is Olnbogar sig ekki áfram á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband