Íslenskur veruleiki barnaleikur?

Harðstjóri og einvaldur Líbýu er engum líkur. Alþjóðasamfélagið hefur lengi verið meðvitað um glæpi hans án þess að fá nokkuð að gert. Það má ekki gleyma að lítill þjóð eins og við getum haft áhrif til góðs eða ills. Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Ísraels án þess að gera sér grein fyrir að aðrir voru að glata rétti sínum til lands. Sjálfir vísuðum við gyðingum miskunnarlaust úr landi fyrir seinni heimstyrjöldina.

Aðgerðir Alþingis gegn níumenningunum er mikill áfellisdómur yfir yfirstjórn Alþingis. Búsáhaldabyltingin var ekki ógn við Alþingi, heldur réttlát reiði yfir óstjórn og vanrækslu. Lögreglan sýndi hér ótrúlega stjórnvisku en Alþingi ekki. Allt er það barnaleikur á móts við það sem fólk í Arabalöndum má þola af sínum stjórnendum. Mótmælin eru spegilmynd af ástandinu og engan veginn er tryggt að hér eða við Miðjarðarhafið verði framfarir á stjórnskipan og stjórnsýslu, því blikur eru á lofti og úrbætur láta á sér standa.


mbl.is Enn skotið á fólk í Líbýu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sammála.

ekki má gleyma því að íslenskir útrásarvíkingar voru komnir í einhver viðskipti við þessa aðila í Lípíu

Kristbjörn Árnason, 20.2.2011 kl. 15:39

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Kristbjörn

Flottar myndir á síðunni hjá þér.

Veruleiki okkar minnir óneitanlega á amerískar fyrirmyndir. Kaupið sem menn fá í vasann í Ameríku er meira og ódýrara að kaupa inn þar. Hér fer mikið í sjóðasukk sem aldrei skilar sér. Lánamál eru enn verri hér því þeir sem skulduðu 70% af íbúðarverði fyrir hrun skulda nú 110% af söluverði. Erfitt er að sjá hvernig launþegar og atvinnurekendur geti í verðbólgu greitt af þessum lánum.

Sigurður Antonsson, 20.2.2011 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband