"Menn gegna hundi" Fráveitugjöld

Dreyptu á bikar kvalara þíns ef þú veist ekki af hverju þú þjónar honum. Stórleikjaskáldið Shakespeare og orðameistarinn sjálfur segir í Lér konungi: “ Menn gegna hundi ef hann gegnir embætti“ Talsmaður Orkuveitunnar var í viðtali á Stöð 2 og tókst að sannfæra fréttamanninn um að fráveitugjöldin hækkuðu ekki nema um smámuni; Nú væru þau reiknuð út eftir fermetrum en ekki eftir fasteignamati. Viðleitni fréttamannsins til að varpa ljósi á þessa nýju skattheimtu var virðingarverð meðan aðrir fjölmiðlar þögðu að undaskildu Morgunblaðinu. Ríkisútvarpið og Sjónvarpið ómakar sig ekki nema kerfið sé í hættu, hinsvegar tjá áheyrendur Útvarp Sögu sig mikið um fráveitu og vatnsgjöld. Spegilmyndin er skýr en hula er á gegnsæinu.

Fræðimenn velta því mikið fyrir sér af hverju söguþjóðin víðlesna skyldi „lenda“ í hruninu. Hversvegna hún dýrkar kringlur og kýs sér umyrðalaust nýjan kvalara. Fráveitugjöldin endurspegla viðhorfa sem stjórnmálamenn sýna almenningi, sjónarmiða sem ráða miklu um framtíðina . Hanna Birna og hennar fylgismenn reyndu í kjölfar kreppunnar að stilla gjöldum í hóf og hækkuðu ekki gjöld í tvö ár. Þeir tóku 0.1 prómill í fráveitugjald af fasteignamati eins og stórgoðinn í Kópavogi. Eftir kosningar hækkuðu nýir menn í Kópavogi og Hafnarfirði gjöldin í 0.169 sem mun vera um 70% hækkun. Í Garðabæ eru viðmið fráveitu 0.13 prómill. Sama hvaða skoðun menn hafa á stjórnmálum þá höfum við landslagið í fráveitumálum.

Það er ekki skemmtiefni að þurfa að opinbera leikhús fráveitunnar en eins og annað skiptir máli að sanngirni ríki þegar búa skal nýja umgjörð fyrir íbúa þessa lands. Skemmtiefni og trúðar geta létt lund heima í stofu en kaldhæðnin er aldrei fjarri. Borgarstjórinn sagði frá því í viðtali á stöðinni að hann hefði í hyggju að koma upp hvítflibbafangelsi á Kjalarnesi. Gott mál fyrir þann sem ekki vill skilja bókhald OR? Nýir embættismenn Orkuveitunnar sem voru tilnefndir af Besta flokknum og Samfylkingunni telja að best sé að fela slóðina og taka upp ný viðmið. Í stað þess að taka mið af fasteignamati þar sem menn í dýrustu hverfunum borguðu mest skal taka upp fermetragjald. Þá ná þeir mun meiru inn enda þótt Orkuveitumenn segja annað við fjölmiðlamenn, þeir eru ekki spurðir um nein gögn. Nær hefði verið að miða við inntaksmæla sem mæla heitt og kalt vatn inn í húsin. Það mun og vera regla að það megi ekki leggja á gjöld nema hægt sé að sýna notkun eða sannanlegan kostnað af notkun.

Nú er skatturinn lagður á hænsnabú og útihús sem annan atvinnurekstur, ekkert tekið tillit til þess hvort starfsemi er í húsinu. Dæmi eru um að í atvinnurekstri þurfi að greiða um sjöhundruð þúsund fyrir að sturta niður í einu klósetti þar sem einn eða tveir menn vinna. Menn trúa þessu varla en mörg gögn staðfesta þetta. Morgunblaðið sagði frá því að eftirlaunaþegi eigi að greiða 27.000.- fyrir að nota vask og klósett í tómstundhúsnæði, en líka það er eins og í geimmynd. Menn koma ekki fram undir nafni til að gagnrýna sagði í blaðinu eða valda sér og sínum óþarfa óþægindum þegar menn eru komnir í kalda sturtu. Lér konungur féll með dætrum sínum á altari norna sinna. Dætur okkar búa við þá kosti sem við búum þeim fyrir morgundaginn. Í Lér konungi eru föðurböndin órjúfanleg, sama hvort þær fara um Dover til Frakklands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Tómasson

Það er með fráveituna eins og önnur mannanna verk, einhver þarf að borga.

Vandamálið er að sjaldnast fáum við að sjá hvernig verðmyndunin, þ.e. hvernig gjöldin eru reiknuð og það vekur alltaf tortryggni sérstaklega þegar ákvarðarnirnar eru pólitískar eins og í þessu tilviki.

Hjalti Tómasson, 22.1.2011 kl. 13:30

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Helgi

Áhugaverðar vangaveltur þínar um stjórnmálamenn. Ég trúi því að stjórnmálmenn vilji vel, séu viðkvæmar og æruverðugar sálir. Síðan tekur leikhús fáránleikans við þegar kraumar og sýður í öllum afkimum. Það er sælt að vera meðal jámanna og láta sviðsmenn taka í spotta til að völdin gufi ekki upp. Við þekkjum Jón Gnarr í hlutverki stjórnandans á bensínlokinu. Þar sem undirsátar taka á sig ýmsar myndir í ólíkum hlutverkum. Hafi einhver trúað því að hugsjónir stæðu að baki í stjórnmálum eru þær löngu týndar í atburðarásinni.

Sigurður Antonsson, 22.1.2011 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband