20.1.2011 | 07:14
Fráveitu og vatnsgjöld eru ekki gamanmál
Gjöld sem taka mið af fermetrum er skattur en ekki gjaldtaka. Hér er í mörgum tilfellum um meira en hundrað prósenta hækkun sem leggst á eignir, hvort sem þær eru í notkun eða ekki. Orkuveitan ætlar að leggja á um 40 þúsund krónur á hverja 100 fermetra íbúð með þessum gjöldum. Í fréttinni kemur ekki fram hvernig 18.5% hækkun er útreiknuð eða hvort þetta er tilkynning frá OR. Á atvinnurekstur í borginni er hér um að ræða nýjar milljarða álögur. Spurningin er hvaðan Orkuveitan kemur heimild til að leggja á þennan nýjan skatt.
Gamanleikarinn Jón Gnarr sem er borgarstjóri hlýtur að þurfa að svara fyrir þessa leikfléttu. Hann á að útskýra fyrir borgarbúum þörfina fyrir hækkun OR á gjöldum sem telja í milljörðum. Hann getur ekki skýlt sér lengur á bak við embættismenn borgarinnar. Álagið á símalínur Orkuveitunnar vegna þessara skattheimtu sýnir að borgarbúum er ekki skemmt.
![]() |
Hækkar um 18,5 prósent |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.