Sara Palin - Alaska og Ísland

 

Sara Palin byrjaði ferill sinn í stjórnmálum með blaðamennsku og tók síðan sæti sem bæjarfulltrúi í heimabæ sínum Wasilla. Bærinn er með um 8 þúsund íbúa og liggur norður af Anchorage. Hún var bæjarstjóri í sex ár áður en hún var kosin ríkisstjóri Alaska. Palin er táknræn fyrir stjórnmálamann sem sprettur upp úr "nowhere" og er kosinn til æðstu embætta í sínu ríki. Tíminn vinnur með henni og síðar gæti hún komið fram sem frambjóðandi til þings eða forseta.  

McCain hefur haft ærna ástæðu til að velja lítið þekktan fyrrverandi ríkisstjóra úr strjálbýlinu til að vera varaforsetaframbjóðandi sinn. Hann þurfti að verja þessa ákvörðun sína og sýna fram á hversvegna nær óþekkt 5 barna móðir og fyrrverandi ríkisstjóri hafi orðið fyrir valinu. Sara hafði áunnið sér gott orðspor, hún hafði t.d. þor til að leyfa umdeilda olíuleiðslu frá nyrstu strönd Alaska til Kanada. Ákvörðunin var framlag Alaska til að gera Bandaríkin minna háð olíuríkjunum. Hún lækkaði fasteignaskatta í Wasilla og lagði til hækkun á 2% söluskatti til að styrkja byggingu íþróttamannvirkja og lögreglustarfið í bænum sínum. Sara Palin var því þekkt fyrir sjálfstæð vinnubrögð, tryggð við stefnu flokksins og áræði við að halda útgjöldum í skefjum, löngu áður en Teboðshreyfingin komst í almæli. 

Í Alaska er samhjálpin fólgin í því að skapa aðstæður til að menn komist af í harðbýlu landi. Dreifðar smábyggðir eru út um allt og vegalendir miklar í einu strjálbýlasta hluta Norður-Ameríku. Vegakerfið er aðeins um  hluta landsins en samgöngur á sjó, um ár og í lofti til annarra staða. Þegar menn misstíga sig í meðferð á opinberu fé, t.d. til samgangna heyrast mörg rammakvein ef fjárveiting berst ekki. Ríkisstjórinn Sara hætti við að byggja brú út í hið óþekkta, „nowhere“ vegna óhóflegs kostnaðar og fékk litlar þakkir fyrir, en hún uppskar aðdáun þeirra sem vildu fara vel með opinbert fé frá Washington.  

Samanburður á Íslandi og Alaska getur verið gagnlegur því ríkin eiga margt sameiginlegt. Alaskabúar komast af með 15 þúsund opinbera starfsmenn en hér eru þeir um 37 þúsund. Þeir ættu að vera um 80 þúsund miðað við Ísland því Alaska er helmingi fjölmennara ríki. Alaskaríki fær minniháttar fjárframlög frá Washington en leggur ekki á söluskatt eins og önnur ríki Bandaríkjanna, en bæjum er heimilt að leggja á lágan söluskatt. Í þess stað eru skattar lagðir á olíuna sem bera uppi stærstan part opinbera þjónustu . Sara lagði sem ríkisstjóri skatta á olíuvinnslu við mikill mótmæli frá fyrirtækjum en samt sem áður er vinnslan mjög arðbær. Þrátt fyrir að ríkið sé strjálbýlt er skattabyrðin um helmingi lægri en í öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Fyrirtækin búa líka við hagstætt skattaumhverfi en þar með er ekki sagt að stjórnsýslan vilji ekki meri skattpening. Ríkið leggur t.d. skatt á hvern farþega sem kemur með hótelskipunum, en útgerðir þeirra selja út á fegurð náttúru Alaska þar á meðal skriðjökla. Aðallega sigla þessi skip frá Seattle til Alaska og nýleg hækkun á gjöldum dró verulega úr komu skipanna.

Sara og maður hennar hafa verið gagnrýnd fyrir veiðar á villtum dýrum og að stunda útilíf af mikilli innlifun. Gagnrýnin er ómálefnaleg og kemur frá fólki sem ekki þekkja víðernið og búa við stórborgaaðstæður. Fyrir Alaskabúa eru veiðar í náttúrunni hluti þess að búa á norðurhjara og njóta þeirra töfra sem sköpunarverkið hefur búið þeim. Halda náttúrunni í jafnvægi án mikilla tilskipanna frá því opinbera. Alaska og Ísland búa við gjöful fiskimið, fisk í ám og vötnum.  Mikið magn af ýsu og lax er t.d. í báðum löndunum, takmörkuð auðlind. Einu nýbúarnir frá Alaska sem hafa náð að festa hér rætur er Sitka grenitré og alaska ösp, harðgerð tré og skjólgóð en eru nú komin á lista yfir óæskilega innflytjendur hjá reglugerðafólki. 

Sarah Palin á sér ekki marga aðdáendur hér meðal fylgismanna ríkisafskipta. Hún er dæmigerður íbúi norðursins sem nær að ryðja sér braut í óblíðum stjórnmálum. Þorir að hafa skoðanir og tala fyrir þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það var gaman að lesa þessa grein, en það eru þó nokkur atriði sem hægt er að setja spurningamerki við. Fyrir það fyrsta segir þú að tíminn vinni með Söru, það er ekki samkvæmt raunveruleikanum. Þegar hún var valin varaforsetaframbjóðandi var hún nærri óþekkt utan Alaska. Hún fékk ótrúlegt fylgi miðað við hversu lítt þekkt hún var. Síðan hefur fylgi hennar stöðugt minnkað, eftir því sem hún verður þekktari inna USA og er nú nær eingöngu bundið við öfgahópa, sem reyndar eru verulega að sækja í sig veðrið.

Ég er sammála þér að sú gagnrýni sem hún hefur fengið vegna sinna áhugamála um veiðar og útilífsdýrkun er ósanngjörn. Það er nóg af öðrum málum sem hægt er að gagnrýna hana fyrir. Það er leiðinleg meinloka hjá henni og stór galli að sjá allt út frá eigin sjónarhóli. Hún getur ekki með nokkru móti skilið gagnrýni sem að henni snýr, eins og veiðar á villtum dýrum sem vissulega er eitthvað sem miljónir USA búa fyrirlíta. Á sama tíma er henni fyrirmunað að setja sig í spor fjöldans, hennar eigin sýn er eina rétta. Þetta gekk vel fyrir hana sem ríkisstjóri Alaska, en hentar enganveginn stóru samfélagi eins og USA.

Sara Palin verður seint sökuð um feimni, það er rétt. Hún ætti þó kannski að undirbúa sig örlítið betur þegar hún tjáir sig, sérstaklega ef ekki er um einræðu að ræða, heldur viðtalsþætti eða spurningar fréttamanna. Hún á auðvelt með að læra texta utanað og flytur hann oft á mjög leikrænann og sannfærandi hátt. Gagnræn samskipti eru hennar veika hlið.

Gunnar Heiðarsson, 15.1.2011 kl. 08:32

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Gunnar þakka þér fyrir áhugaverðar athugasemdir.

Vegir stjórnmálanna eru órannsakanlegir. Hver hefði trúað því að Jóhanna Sigurðardóttir ætti eftir að stjórna Íslandi á efri árum. Enginn nema hún sjálf? Sara Palin hefur ekki náð fimmtugsaldri en gæti náð langt sem reyndari stjórnmálamaður. Keppnisskapið er henni í blóð borið. Lófaskrif hennar voru skemmtileg uppákoma, en sýnir viljann til verka og andsvara. Regan forseti var líka leikrænn og sannfærandi.

Sigurður Antonsson, 15.1.2011 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband