9.12.2010 | 18:15
Valdabarátta í netheimi
Það kemur á óvart að tölvuhakkarar geti sett stórfyrirtæki út af laginu með árásum á netþjóna. Bandaríkjamenn eiga mikið að verja þar sem alþjóðleg fyrirtæki þeirra erlendis standa undir helmingnum af tekjum Bandaríkjanna. Árás tölvuhakkara sem vilja meira réttlæti og upplýstari heim setur þá í vanda. Þeir hafa verið önnum kafnir við annarskonar eftirlit, kanna t.d. hug og bakgrunn þátttakenda hjá Sameinuðu þjóðunum á Manhattan. Netlögregla hefur ekki verið þeirra takmark enda frjálsræði og óheftir markaðir þeirra ær og kýr. Netið er hinsvegar valdablokk sem hefur æ meira að segja.
Kínverjar hasla sér völl þar sem lítið ber á og bjóðast til að nýta auðlindir þjóða sem hafa takmarkaða tækniþekkingu. Elja þeirra og ástundun á eftir að fleyta þeim langt fram úr öðrum þjóðum ráði þeir við mengunina í heimalandinu. Netheimurinn er þeirra ógn og ávinningur, enn sem komið er notast þeir mest við tölvufyrirtæki frá Ameríku til að ná samskiptum á netinu
Smáþjóðir eins og Svíar kunna að ráða við minniháttar eftirlit í heimalandi en eiga erfitt með að standast árásir öflugra netvéla. Þeir óttast Rússa í þessum efnum og ekki að ástæðulausu eftir árás Kremlverja á netbúnað Eistlendinga. Bretar eru annálaðir fyrir að hýsa ýmsa frumkvöðla og munu seint framselja Julian Assange.
Barist í Netheimum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.