Hreyfanleiki háskólafólks

Háskólamenn eru víđa ađ draga saman án ţess ađ vita hvert stefnir. Skólastjórinn á Bifröst er á móti hagrćđingu og viđurkennir ekki ađ skólamenn eru ábyrgir ţegar ţeir hafa ekki nóg ađ gert til ađ fá vind í seglin. Hvađ skyldu háskóalmenn hafa gert til ađ fá erlenda nemendur ađ skólum sínum. Útrásin var skammvinn og mörgum finnst ađ háskólasamfélagiđ mćtti sćkja meir út á viđ í stađ ţess ađ beina spjótum sínum ađ stjórnvöldum og skattborgurum.                                                                                       

Indverjar leyfa erlendum háskólum ađ hefja starfsemi í Indlandi gegn gjaldi. 50 milljón króna ađstöđugjalds er krafist og eftirspurn er mikill. Amerískir háskólar eru á höttum eftir erlendum nemendum og skólagjöld eru há. Ótrúlega miklir peningar eru í spilunum og atvinna fjölda kennara í húfi. Allt samfélagiđ auđgast ótrúlega mikiđ ţegar háskólanemendur leita á önnur miđ. Íslendingar ţekkja vel hve mikla áherslu Danir hafa lagt  á ađ kynna sína skóla fyrir stúdentum hér á landi. Í Kaliforníu er óvenjumikill gróska í ćđri menntun og leitin ađ hćfileikamönnum lýkur aldrei. Foreldrar eyđa milljónum á ári í skólagjöld barna sinna. Háskólarnir eru stöđugt ađ kynna starfsemi sína og gera allt til ađ draga til sín nemendur. Lofa styrkjum og gćđum eins og ódýru húsnćđi í glćsilegu umhverfi. Tćknimenntađir nemendur eru eftirsóttir og mörg fyrirtćki hafa tryggt sér starfskrafta háskólafólks löngu áđur en ţeir útskrifast.                                                          

Rétt hjá "danska kökubćnum" Solvang, í Santa Maria norđur af Los Angeles er ađ finna fyrirtćki í flugvélaiđnađi sem hafa allt ađ 100 verkfrćđinga í sinni ţjónustu. Ţarna eru líka vínekrur og gćđavín framleidd fyrir hinn stóran markađ. Skemmtilegt viđ fjölbreytileikann er ađ fyrirtćkin geta veriđ í eigu Bandaríkjamanna, Dana eđa Frakka. Tćknifyrirtćkin framleiđa sérhluti og innréttingar í flugvélar sem smíđađar eru í Evrópu eđa Asíu, fjarlćgđin skiptir ekki máli. Allt byggist ţetta á hugviti og sérţekkingu, auđ sem veitir góđ laun og skapar blómlegt umhverfi. Viđ eigum líka athyglisverđ fyrirtćki eins og Össur og Marel. Sprotafyrirtćki sem hafa slitiđ barnsskónum, fjöregg sem viđ eigum ađ gćta. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamađur í fyrirtćkjarekstri. Áhugamađur um stjórnmál og viđskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband