11.11.2010 | 12:34
Meðalhóf vandfundið
Atvinnuleysi er mun meira. Þúsundir atvinnulausra eru farnir til Norðurlanda í atvinnuleit. Ekki mælast allir á atvinnuleysisskrá og atvinnurekendur án vinnu eru ekki allir með. Það vekur athygli að ungt fólk 16-24 ára er ekki fjölmennt. Mun meira í Evrópu t.d. á Norðurlöndum, Ítalíu og Spáni. Að skapa atvinnubótavinnu sparar ekki vaxtagreiðslur og atvinnuleysisbætur. Það kemur á óvart hvað margir verktakar hafa vinnu. Erfitt mun verða að halda verðbólgu niðri ef spenna myndast á vinnumarkaði. Ef mörg stór verkefni fara af stað verða mörg minni og arðsamari að víkja. Nú er kjörið tækifæri fyrir sprotafyrirtæki og þá sem vilja spreyta sig á útflutningi.
7,5% atvinnuleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Athugasemdir
Ég er svo hjartanlega sammála að slæmt er að fara í stórkallalegar framkvæmdir sem víkja sprotafyrirtækjunum úr vegi. Mig klæjar hins vegar í fingurgómana að nýta atvinnulausar hendur í tímabundið atvinnuátak, s.s. ýmiskonar umhverfisverkefni, félagsliðastörf með ungum, veikum og öldnum. Slík störf myndu ekki riðja sprotafyrirtækjum úr vegi enda væru þau kostuð af Vinnumálastofnun. Svo virðist hins vegar að stéttarfélögin líti svo á að það sé réttur þess sem missir vinnu að vera atvinnulaus fái hann ekki vinnu sem honum líkar. Þetta er sóun á mannauði að mínu mati.
Elín Erna Steinarsdóttir, 18.11.2010 kl. 18:41
Það er verið að nota velferðarkerfið til þess að styrkja verktaka. Steypu á Landsspítalann, steypu á framhaldsskólanna.
Lítill gaumur er gefinn af því hvað almenningur vill sem er betri þjónusta en betri þjónusta fæst ekki með meiri steypu.
Uppsagnir á landsspítala þýðir að það er verið að kasta menntun og þekkingu á glæ.
Stjórnvöld undir forystu AGS hafa fyrir löngu komið auga á að landsflótti hagræðir tölum um atvinnuleysi. Það er hluti af leiknum að flæma fólk úr landi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2010 kl. 19:49
Sammála þér Elín. Atvinnulausir eru ekki sýnilegir. Margir hæfileikamenn og konur mæla göturnar að óþörfu. Samfélagsþjónusta ætti að vera partur af endurhæfingu hjá þeim sem hafa verið lengi atvinnulausir. Tímabundin hlutastörf eiga heldur ekki að koma í veg fyrir að menn fái atvinnuleysisbætur. Á meðan atvinnurekendur geta ekki fundið þá sem eru án atvinnu eru lög um Vinnumálastofnun ófullkomin og þurfa að endurskoðast reglulega. Atvinnumarkaðurinn er síbreytilegur og kynning á störfum ætti að fara fram á vegum Vinnumálastofnunnar. Eins og nú er virkar aðkoman að Vinnumálastofnun niðurlægjandi og fráhrindandi.
Margir ágætir menntamenn tala um að atvinnuleysi sé 1 til 2% t.d. í Vestmannaeyjum. Í raun er ekki um að ræða atvinnuleysi þegar það mælist svo lágt. Þá vantar venjulega menn í vinnu og álag er óþarflega mikið á mörgu starfsfólki.
Jakobína Ingunn. Stjórnvöld og AGS stýra miklu, en mikilvægt er að atvinnumarkaðurinn sé sem fjölbreyttastur og stór eins og nú er. Þakka ber samstarfi þjóða að við getum farið til Evrópulanda og fengið atvinnu án leyfa eins og áður var.
Sigurður Antonsson, 24.11.2010 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.