11.11.2010 | 00:05
Geimvera eða Swarchenegger.
Borgarstjórinn er að ná vopnum sínum aftur eftir harða atgangshríð manna úr gamla Flokknum að honum. Tvíefldur eftir stutt hlé frá eldlínu stjórnmálanna boðar Gnarr borgarstjóri að hann sé kominn til að vera. Um leið biðlar hann aftur til Kópavogsbúa og telur að borgarstjórinn geti komið frá Kópavogi ef bæjarfélögin sameinast. Margt er vitlausara.
Yfirlýsing hans í Kastljósi að hann sé geimvera, spámaður og pönkari með nýjan stjórnunarstíl er eitthvað sem menn eiga eftir að staldra við. Samlíkingin við hinn ókomna Swarchenegger sjálfstæðismanna er góð og hver veit nema kvikmyndagerðarmenn finni efni í framhaldsmynd með Gnarr. Kvikmyndir eru táknmál borgarstjórans og tala til unga fólksins. Á You Tube slær Gnarr vöðvafjallinu við með fjölda myndbanda. Swarchenegger var 8 ár í embætti og varla stefnir Gnarr á minna.
Gnarr ætlar sér mikið hlutverk í stjórnmálum og leiksvið hans hefur stækkað umtalsvert. Sparnaðartilögur hans í Bláfjöllum eru tímabundnar og síðar ef nægt vatn finnst til að búa til snjó gæti það gagnast honum fyrir næstu kosningar. Snjóleysið vinnur með honum en útivistarfólk getur að hans mati á samdráttartímum dregið fram snjósleða og gönguskíði í vetur. Í Bretlandi eru mörg sveitafélög að draga saman um 20-30%, líkt og fjöldi fyrirtækja í borginni hafa þurft að gera. Fjárlagagat Reykjavíkur er vel innan við 10% af tekjum.
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.