Nafnabrengl, eitthvað sem koma skal?

Ýmsu má eiga von þegar Veðurstofan er í útsendingum eða eru aðrir að breyta aðgengi að veðurspám Veðurstofunnar? Brenglað aðgengi að veðurspá í myndlíkingu undir vedur.is, veður.is? Er sagt stafa frá risa í umbrotum sem heitir Twitter. Miðill sem sagður er í skuldavanda eða vanta enn meiri auglýsingatekjur líkt og RÚV? Í Ríkisjónvarpinu eru veðurfréttir oftast auglýstar kl. 19.30 en eru í reynd aldrei á auglýstum tíma. Í snjallsímum birtast veðurfréttir oftast á forsíðu frá erlendum miðlum sem bera heiti á ensku. Hrakningar Veðurstofu Íslands eru því orðnar umtalsverðar og sjaldan er að vita hver uppruni veðurfrétta er.

Bretar leggja áherslu á að veðurfréttir nái til sem flestra á réttum tíma. Hjá sjónvarpi BBC, ríkissjónvarpi eru þær fyrir heilan og hálfan tíma. Afar skýrar og tíðar myndir af ferð Atlantshafslægða. Á yr.no eru veðurspár fyrir íslenska staði aðgengilegar allt að tíu daga fram í tímann. Veðurstofan er komin langt frá upphaflegum tilgangi sínum og stór hluti tekna kemur frá tilfallandi verkefnum sem oftast greiðast af sjóðum í umsjá ríkisins.

Frétt Mbl: Veðurstofan varar við eftirlíkingu 

 
Veðurstofa Íslands / Icelandic Met Office
 
@Vedurstofan
 
 
Replyingto
Við biðjum vinsamlegast um að breyti nafni, merki og myndnotkun reikningsins. Höfum ekkert á móti áhugsömu fólki sem vill tísta um veður, en ekki að það sé gert í okkar nafni og undir fölsku flaggi.
Translate Tweet

mbl.is Veðurstofan varar við eftirlíkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2022

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband