"Fatlaða stúlkan" og boðendur hamfara

Trump forseti telur mikilvægara að heimsækja rástefnu um trúfrelsi á sama tíma, ef til vill réttara sagt honum var ekki boðið að vera frummælandi.

Loftslagsvá Macron og allra hinna vitringana sem komu saman í París er ein mesta sjónhverfing síðustu áratuga. Von að New York íbúar vilji teljast ekki minni boðendur. Allt gert til að tengja hnattlægar hitabreytingar aðgerðum auðvalds, breytingar sem hafa orðið á öllum tímaskeiðum tengdar möndulhalla og segulsviði jarðar. Oftúlka í pólitískum tilgangi og forðast réttar staðreyndir sem verður aðeins stærra vandamál þegar frá líður.

Stúlkan með eldspýturnar og kyndilinn er eins og í ævintýrinu ljósið sem er að fjara út á altari neysluhyggju og offramleiðslu. Hvort hún er meira fötluð en Macron hópurinn sem brenglar staðreyndum er matsmál. Boris Johnson forsætisráðherra og sendiboði brezka þingsins var talinn niðurlægður í Luxembourg af blaðamönnum Guardian. Aðrir telja að gestgjafinn hafi af hreinskilni sagt það sem milljónir í Evrópu hugsa um Brexit en fáir hafa döngun í sér til að segja. Annars kippa blaðamenn í Englandi sér ekki upp við ýmis dagleg ummæli og orðaval. Menn hafa misjafnar forsendur og ástæður fyrir sínu nafnvali og skoðunum. 

Offramleiðsla, ofát og sóun verðmæta er beintengt og talið vandamál af sama toga af váfólkinu. Mengun bíla sem er um 1% af menguninni er sett upp sem hluti af hryllingsmynd.

Forseti Brasilíu er einnig hafður sem andstæðingur "fatlaða fólksins" maðurinn sem brennir skóginn. Aldrei tala hinir sömu váboðendur um að minnka kjötneyslu og borða hnetur, bananna og tómata. Gerast Vegan eða grænmetisætur, hvað þá að planta trjám í sínu heimalandi sem ætti að vera fyrirbyggjandi. 


mbl.is Hunsar loftslagsráðstefnuna en mætir í húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2019

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband