Lögreglan í ástandsmálum og innbyrðis vandamál?

Í Útvarpinu í dag var þáttur um lögreglukonu sem njósnaði um ungar stúlkur á stríðsárunum. Höfðu þær til saka unnið að eiga stefnumót við hermenn. Landlæknir hafði áhyggjur af þessu  hátterni, voru stúlkurnar eftir einangrun og yfirheyrslur sendar í sveit.

Njósnað var um mörg hundruð stúlkur og upplýsingum safnað eins  í Rússlandi eftirstríðsáranna hjá KGB. Ekki vantar nú greinar um þörf fyrir stórkostlegt eftirlit með alþjóðaglæpahópum og eiturlyfjum.

Vandséð er að sjá hvað snýr upp eða niður annað en að fíklum fækkar ekki. Glíman við fíkniefni endar seint og illa. Aldrei  gert of lítið úr því vandamáli. Margir eiga þakkir lögreglu fyrir að snúa fíklum inn á réttar brautir, en engum gerður greiði með oftúlkun. 

Tiltölulega stutt er síðan lögreglan handtók pólska matvörukaupmenn í Kópavogi. Þeir voru ásamt íslenskum manni ákærðir fyrir stórfelld brot, en lítið virðist hafa sannast á þá samkvæmt viðtölum í dagblöðum. Enn ein mistökin, Endurteknar misgjörðir lögreglu rýra álit hennar og draga úr trúverðugleika.

 


mbl.is Sjö handteknir í aðgerðum lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júní 2019

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband