Ný andlit. Ný stefna og meira sjálfstæði bankans?

Flestir muna hvernig bankamenn voru rannsakaðir, haldið í einangrun og yfirheyrslum svo dögum skipti í uppgjöri við Hrunið. Talir sökudólgar bankahrunsins og dæmdir í marga ára fangelsi. Klént uppgjör það, en hefur sjálfsagt friðað marga.

Lög um bankasýslu, sparisjóði og banka var minna skoðuð. Smáríki út í Norður-Atlandshafi á enn um stund að hafa sinn eigin gjaldmiðill og peningamálastefnu. Ekki má sækja stuðning til vina okkar Dana eða fá áskrift að peningastefnu sem unnin er í ESB. Tengingu við dollara eða evru hefur varla mátt ræða, enda þótt nærri hundrað lönd noti þessa gjaldmiðla.

Ríkið hefur lengst af verið að stjórna peningastefnu með misvísun, halda uppi hárri skattlagningu og vaxtastefnu með ríkisbönkum. Þar hefur ekki mikið breyst í áratugi. Þangað fara menn oft sem vantar verkefni eða eru einnig á launum við háskóla. Þessir menn eru sauðtryggir ríkisstofnunum og stjórnsýslu.

Eina undantekningin í marga áratugi var þegar nýr varaseðlabankastjóri peningastefnu var ráðinn fyrir nokkrum dögum. Hann mun koma frá fjármálaborginni New York þar sem Hrunið byrjaði. Væntanlega verður hann boðberi nýrra tíma með nýjum framsýnum seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika. Hér er fjármálráðherra að marka sjálfstæða fjármálastefnu, en mun hún duga til framtíðar í ólgusjó norðurhafsins?  

 

 


mbl.is Full áhrif af vaxtalækkunum ekki enn komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. desember 2019

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband