Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Feðgar stilla saman strengi

Tvær kynslóðir koma að sama leik,hlýtur að vera tíðindi. Jákvætt að faðir og sonur ná að vinna saman. Sjálfstæði og jákvæðni sonarins er vel lýst þegar hann leggur áherslu á að þjálfarinn eigi síðasta orðið þegar velja skal liðsmenn í landsliðið. Skil samt ekki að einn foringi eigi einn að axla ábyrgð á því að velja landsliðið. Eða skipstjóri og stýrimaður, Lars og Heimir?

 


mbl.is „Ég er bara orðlaus, þetta er geggjað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður foringi en Lars Lagerback var önnur höndinn

Maradona sagði að þjálfara Argentínulandsliðsins yrði ekki fagnað við heimkomuna. Eftir leikinn við Nígeríu á bökkum Volgograd var eins og allt loft væri farið úr liðinu. Strákarnir sameinaðir fjölskyldum sínum? Þótt "strákarnir okkar" hefðu unnið áfangasigur var engin til að fagna þeim við heimkomuna?

Ekki má gleyma að Lars Lagerback kom Nígeríumönnum og Svíum á stórmót. Lars brýndi oft fyrir sínum mönnum að það mætti ekki mæta á leik með of mikli bjartsýni. Sá sem ætlaði að vinna mætti búast við því versta. 


mbl.is Mögulegir eftirmenn Heimis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sænskt hugvit velkomið

Uppskriftin að góðri liðsheild er samstaða, skýr markmið og vegferðin. Góður árangur hlýtur fyrst og fremst að skrifast á Lars Lagerback. Það var hann sem kom með ný vinnubrögð og reglur. Fyrir áhorfanda sem fylgist aðeins með fréttum er ljóst að drengirnir eru í agabúðum og stöðugri þjálfun.

Hugvitið hefur tekið Svía langt og gert marga þeirra heimsfræga fyrir góðar lausnir. Einu sinni var talað um hernaðarlist. Svíar réðu einu sinn löndum beggja megin við "Baltic Sea". Fámenn þjóð sem getur framleitt þotur, bíla í hæsta gæðaflokki og selt rafkapla út og suður er aðdáunarverð.

Íslenskar "mini" aðstæður í fótbolta hafa skapað starfsgrundvöll fyrir Lars. Hann hlýtur að hafa fengið verðskuldaða uppörvun frá knattspyrnumönnum eða dottið einfaldlega inn í kjöraðstæður. Óvenjulegt er að eybúar geti skákað Hollendingum. Eybúar með sænskan kóng. 


mbl.is „Lars er kóngurinn á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt að vinna Tékka

Sænskur agi og íslensk auðmýkt spila vel saman.  Fyrsti sigur Lars Lagerback með lið sitt vannst gegn Færeyjum. Og Færeyjar unnu Grikki í gær. Fótboltinn er að verða spennandi samspil. Þjálfari Tékka veit hvar fyrirstaðan er? 


mbl.is Varla kynnst öðrum eins aga og hjá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband